Þjóðmál - 01.09.2018, Page 66

Þjóðmál - 01.09.2018, Page 66
64 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 Ófullnægjandi löggjöf frá fyrsta degi Gildandi lög nr. 74/2012 um veiðigjald voru sett af ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms. Fljótlega eftir setningu laganna var komist að því að lögin voru ófullnægjandi sem grund­ völlur fyrir skattlagningu og komu því þau aldrei almennilega til framkvæmda. Í stað þess að beita reiknireglum laganna var því veiðigjald ákveðið árlega með bráða birgða­ ákvæði sem var skeytt við lögin. Síðan þá hefur löggjafinn lagst í lagfæringar á lögunum, þær stærstu árið 2015 þegar reiknireglum laganna var breytt með öllu. Lögin eru því að ýmsu leyti pólitískur búta­ saumur og bera þess enn merki. Fyrirhugað er að ráðherra muni leggja fram frumvarp á yfirstandandi þingi um breytingu á lögum um veiðigjald og hefur það þegar verið kynnt. Fullyrða má með vissu að löggjafinn muni taka veiðigjaldið til ítarlegrar umfjöllunar á yfirstandandi þingi því að öllu óbreyttu munu lög um veiðigjald renna út 31. desember 2018. Án íhlutunar löggjafans verður því ekkert veiðigjald á næsta ári. Eflaust þætti sumum það fín niðurstaða en ólíklegt er að löggjafinn muni leyfa þeirri stöðu að koma upp. Líklegast mun hann nota tækifærið og leggja fram frumvarp um endurskoðun á lögunum,en nefnd þess efnis hefur verið að störfum síðastliðna mánuði. Þessi staða, að sífellt þurfi að breyta lögum um veiðigjald og sníða vankanta af þeim, leiðir trúlega af því að um einstaklega flókna skatt­ lagningu er að ræða, sem byggir á gífur legu gagnamagni og útreikningi sem er umtalsvert flóknari en gengur og gerist í útreikningi skatta. Slík löggjöf er alltaf til þess fallin að kalla á lagfæringar og breytingar, enda þarf löggjöfin að taka mið af fólki og fyrirtækjum sem falla ekki alltaf vel inn í form laganna. Útreikningur hagnaðar byggir á tveggja ára gömlum gögnum Við útreikning á stofni veiðigjalds er byggt á gögnum um hagnað fiskvinnslu­ og fiskveiðifyrirtækja sem eru tæplega tveggja ára gömul. Þannig var stofn veiðigjalds fyrir fiskveiðiárið 2017/2018 reiknaður út frá rekstrar upplýsingum í skýrslu Hagstofu Íslands, Hagur veiða og vinnslu frá árinu 2015. Grundvallarhugsun sú sem liggur að baki gildandi lögum um veiðigjald er að veiði­ gjaldið taki mið af afkomu á fiskveiðum og í fiskvinnslu. Gildandi aðferð sem er notuð nú við útreikning á stofni veiðigjalds nær þessu markmiði illa, vegna þess að útreikningur á hagnaði aðila í greininni byggir á gögnum sem kunna að vera úrelt miðað við aðstæður. Til skýringar á þessu fyrirkomulagi vísast til töflu hér neðar á síðunni. jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. 2015 2016 2017 2018 Þrep 3: Veiðigjald innheimt á þessu tímabili. Þrep 1: Veiðigjaldsstofnar reiknaðir út frá hagnaði þessa tímabils. Þrep 2: Veiðigj. á tegundir reiknað út frá gögnum þessa tímabils. Tafla 1. Tímalína yfir hvernig veiðigjald er reiknað. Við útreikning á stofni veiðigjalds er byggt á gögnum um hagnað fiskvinnslu­ og fiskveiðifyrirtækja sem eru tæplega tveggja ára gömul.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.