Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 66

Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 66
64 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 Ófullnægjandi löggjöf frá fyrsta degi Gildandi lög nr. 74/2012 um veiðigjald voru sett af ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms. Fljótlega eftir setningu laganna var komist að því að lögin voru ófullnægjandi sem grund­ völlur fyrir skattlagningu og komu því þau aldrei almennilega til framkvæmda. Í stað þess að beita reiknireglum laganna var því veiðigjald ákveðið árlega með bráða birgða­ ákvæði sem var skeytt við lögin. Síðan þá hefur löggjafinn lagst í lagfæringar á lögunum, þær stærstu árið 2015 þegar reiknireglum laganna var breytt með öllu. Lögin eru því að ýmsu leyti pólitískur búta­ saumur og bera þess enn merki. Fyrirhugað er að ráðherra muni leggja fram frumvarp á yfirstandandi þingi um breytingu á lögum um veiðigjald og hefur það þegar verið kynnt. Fullyrða má með vissu að löggjafinn muni taka veiðigjaldið til ítarlegrar umfjöllunar á yfirstandandi þingi því að öllu óbreyttu munu lög um veiðigjald renna út 31. desember 2018. Án íhlutunar löggjafans verður því ekkert veiðigjald á næsta ári. Eflaust þætti sumum það fín niðurstaða en ólíklegt er að löggjafinn muni leyfa þeirri stöðu að koma upp. Líklegast mun hann nota tækifærið og leggja fram frumvarp um endurskoðun á lögunum,en nefnd þess efnis hefur verið að störfum síðastliðna mánuði. Þessi staða, að sífellt þurfi að breyta lögum um veiðigjald og sníða vankanta af þeim, leiðir trúlega af því að um einstaklega flókna skatt­ lagningu er að ræða, sem byggir á gífur legu gagnamagni og útreikningi sem er umtalsvert flóknari en gengur og gerist í útreikningi skatta. Slík löggjöf er alltaf til þess fallin að kalla á lagfæringar og breytingar, enda þarf löggjöfin að taka mið af fólki og fyrirtækjum sem falla ekki alltaf vel inn í form laganna. Útreikningur hagnaðar byggir á tveggja ára gömlum gögnum Við útreikning á stofni veiðigjalds er byggt á gögnum um hagnað fiskvinnslu­ og fiskveiðifyrirtækja sem eru tæplega tveggja ára gömul. Þannig var stofn veiðigjalds fyrir fiskveiðiárið 2017/2018 reiknaður út frá rekstrar upplýsingum í skýrslu Hagstofu Íslands, Hagur veiða og vinnslu frá árinu 2015. Grundvallarhugsun sú sem liggur að baki gildandi lögum um veiðigjald er að veiði­ gjaldið taki mið af afkomu á fiskveiðum og í fiskvinnslu. Gildandi aðferð sem er notuð nú við útreikning á stofni veiðigjalds nær þessu markmiði illa, vegna þess að útreikningur á hagnaði aðila í greininni byggir á gögnum sem kunna að vera úrelt miðað við aðstæður. Til skýringar á þessu fyrirkomulagi vísast til töflu hér neðar á síðunni. jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. 2015 2016 2017 2018 Þrep 3: Veiðigjald innheimt á þessu tímabili. Þrep 1: Veiðigjaldsstofnar reiknaðir út frá hagnaði þessa tímabils. Þrep 2: Veiðigj. á tegundir reiknað út frá gögnum þessa tímabils. Tafla 1. Tímalína yfir hvernig veiðigjald er reiknað. Við útreikning á stofni veiðigjalds er byggt á gögnum um hagnað fiskvinnslu­ og fiskveiðifyrirtækja sem eru tæplega tveggja ára gömul.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.