Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 26

Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 26
24 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 Sá árangur var engin tilviljun. Hann náðist með margvíslegum og stefnumiðuðum aðgerðum yfir nokkur ár, meðal annars með setningu neyðarlaga, með innleiðingu fjármagns hafta í nóvember 2008, með baráttu grasrótar samtaka og stjórnmála­ manna sem á endanum leiddi til þess að dómstólar skáru úr um ágreiningsmál tengd Icesave­reikningunum og vísuðu þar kröfum breskra og hollenskra stjórnvalda á bug, með endurskipulagningu skulda heimila með Leiðréttingunni og með skýrri stefnumörkun, sem leiddi til trúverðugrar áætlunar um losun fjármagnshafta, sem skilaði ein stökum árangri í alþjóðlegri fjármálasögu að mati lögmannsins Lee C. Buchheit, ráðgjafa íslenskra stjórnvalda í málinu. Þegar upp var staðið hagnaðist ríkissjóður um sem nemur 9% af vergri landsframleiðslu að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og munar þar miklu um stöðugleikaframlögin. Margt má læra af og hér verða nefnd nokkur dæmi. Ríkisvæðum ekki skuldir Seðlabankastjóri lýsti því yfir í viðtali í október 2008 að ekki kæmi til greina að greiða skuldir óreiðumanna. Fyrir fall bankanna var sú stefna mótuð að ríkisvæða ekki skuldir einkaaðila (e. ring­fence the sovereign). Neyðarlögin voru viðbragð í þeim anda þar sem innstæður voru gerðar að forgangs kröfu, en það var forsenda þess að Icesave­reikningarnir voru greiddir að fullu án aðkomu ríkisins. Nýir bankar voru stofnaðir og innstæður og innlendar eignir fluttar þangað úr föllnu bönkunum. Þessi stefnumótun, um að taka ekki á sig skuldir einkaaðila, reyndist farsæl og dæmi um óvenjuleg en skynsamleg viðbrögð. Óvenjuleg með hliðsjón af því að önnur ríki fóru þá leið að bjarga bönkum eða taka á sig aðrar skuldbindingar og koma með því móti í veg fyrir frekari röskun á mörkuðum. Traustar upplýsingar forsenda ígrundaðra ákvarðana Það segir sína sögu að í haftalosunaráætlun stjórnvalda frá árinu 2011 voru slitabúin ekki nefnd, en þau reyndust vera stærsta einstaka vandamálið við losun hafta. Ástæða þess er einföld. Stjórnvöldum varð ekki ljóst fyrr en árið 2012 að slitabúin myndu skapa vanda við losun hafta yrði ekkert að gert. Breyta þurfti lögum í byrjun árs 2012 þar sem slita­ búin voru felld undir höftin en áður höfðu þau verið undanþegin þeim. Í lok árs 2012 kom Júpíter­minnisblaðið út, en þar var endurmat á erlendri stöðu þjóðar­ búsins, samið af áhugamönnum úti í bæ, þar á meðal greinarhöfundi. Meðal annars var fjallað um það að skuldaskil slitabúanna myndu skapa mun meiri vanda en áður var talið. Þarna varð stærðargráða vandans ljós. Í Júpíter­minnisblaðinu var einnig fjallað um svokallaða gjaldþrotaleið, en það var leið að því markmiði að tryggja sem best hagsmuni almennings á Íslandi, nokkuð sem átti eftir að koma við sögu í alþingiskosningunum vorið 2013. Þegar Júpíter­minnisblaðið kom út höfðu kröfuhafar Glitnis og Kaupþings gert frumvarp að nauðasamningi og biðu staðfestingar Seðlabankans í von um að geta lokið nauðasamningi. Með umfjöllun um endurmat á erlendri stöðu þjóðarbúsins og aðferðafræði kröfuhafa, einkum erlendra vogunarsjóða, kom Júpíter­minnisblaðið í veg fyrir nauðasamninga Glitnis og Kaupþings haustið 2012. Stjórnvöld höfðu einfaldlega ekki traustar upplýsingar til að styðja við ákvarðanatöku. Á undanförnum áratug hefur komið í ljós að söfnun og úrvinnslu upplýsinga hjá íslenskum stjórnvöldum var ekki háttað eins og best varð á kosið á þessum tíma. Með aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins er staðan mun betri nú en áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.