Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 74

Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 74
72 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 „Vinstrið er ekki hrætt við Peterson, heldur þær hugmyndir sem hann boðar, þar sem þær stangast að öllu leyti á við auðkennis­ stjórnmálin,“ segir Flanagan. Hún vísar til nýlegra atburða vestanhafs þar sem tímaritið The Nation birti ljóð sem síðar kom í ljós að uppfyllti ekki öll skilyrði pólitísks rétttrúnaðar (ljóðið innihélt línur sem þekktar eru á frummálinu sem Black English, eða talsmáti blökku manna á tímum þrælahalds vestan­ hafs). Ritstjórar menningardeildar blaðsins (einn þeirra prófessor í ensku við Harvard­ háskóla) skrifuðu langt og tilfinningaþrungið afsökunarbréf og höfundur ljóðsins sendi frá sér tilkynningu, sem að sögn Flanagan var samblanda af afsökunarbeiðni og sjálfsvígs­ bréfi. Þá segir Flanagan að þegar þetta litla atvik sé samþykkt sem minniháttar en leiðin­ legt frávik á veginum til fullkomnunar í húsi hinna heilögu, þá sé eitthvað mikið að. Flanagan tekur annað dæmi og nefnir útgefanda The New York Times sem nýlega átti fund með Donald Trump, forseta Banda­ ríkjanna, til að mótmæla framkomu og viðhorfi forsetans í garð fjölmiðla. Þremur dögum síðar var tilkynnt um ráðningu blaða­ konu sem hefur ítrekað tjáð sig um hatur sitt á hvítu fólki, repúblikönum, lögreglu­ mönnum og loks forsetanum. Þarna er Flanagan að vísa til blaðakonunnar Söruh Jeong (sem hún nefnir þó ekki á nafn), sem hefur einnig hvatt til þess að kvenkyns álitsgjafar af hægri væng stjórnmálanna verði útilokaðir frá opinberri umræðu. Jeong verður ekki bara óbreyttur blaðamaður heldur mun hún taka sæti í ritstjórn blaðsins þar sem hún mun hafa áhrif á það hvaða skoðanir blaðið leggur fram. Flanagan segir að í ljósi þessa þurfi ekki að koma neinum á óvart að samhliða hafi ný menning hug mynda sprottið fram til að skipta út hinu spillta kerfi. Flanagan segir að í öllu þessu dauðaskrölti hafi komið fram hópur hugsuða, Peterson fremstur meðal þeirra, sem bjóði almenningi upp á aðrar leiðir til að skilja heiminn en þeim hefur staðið til boða hingað til. Áheyrendahópur Peterson er stór og fjöl­ breyttur en meginþorri aðdáenda hans er hvítir karlmenn. Þar af leiðandi telur vinstrið að hér sé kominn fram öfgafullur her en Flanagan hafnar þeirri hugmynd. Hún segir að öfgahægrimenn (e. alt­right) boði auðkennis­ stjórnmál af sama eldmóði og vinstrimenn. Með vísun í fyrri dæmi, um ljóðið í The Nation, ráðningu Jeong á New York Times og fleiri til, segir Flanagan að það séu aðeins draumórar að halda að ekkert af þessu útskýri kjör Trumps í forsetaembætti. Þá segir Flanagan jafnframt að alls staðar í Bandaríkjunum séu jafn margir sem bjóði við boðskap Hvíta hússins nú um mundir og séu búnir að fá upp í kok af þeim auðkennisstjórnmálum sem hafi tröllriðið menningu landsins. „Þetta er fólk sem sækist ekki eftir hugmynda­ fræði, heldur hugmyndum,“ segir Flanagan og bætir við að margir verði sífellt betri í því að greina hið góða frá slæmu. Hún segir jafnframt að demókratar líti ranglega á þessa þróun sem hættumerki en repúblikanar taki þeim, af kjánaskap, sem sjálfsögðum hlut. „Kannski er hættulegasti hlutinn af „ almennri skynsemi“ í bók Petersons sá sem hann kynnir strax í upphafi, þegar hann ráðleggur öllum þeim sem vilja röð og reglu í lífi sínu,“ segir Flanagan. „Stattu beinn í baki, er regla númer eitt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.