Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 95
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 93
Vandi samtímans er að hinar stefnurnar,
kommúnisminn og fasisminn, sem áttu að
vera svör við frjálslyndri markaðs og
einstaklingshyggju, hafa reynst enn verri.
Þeir sem leita annarra leiða í stjórnmálum
hafa því ekki í mörg hús að venda.
Það sem er athyglisverðast við skrif Deneen
er hvernig hann rökstyður að frjálslyndi kalli
á aukna skriffinnsku, regluverk og útþenslu
ríkisvaldsins. Einstaklingshyggjan og trúin
á ríkið haldast í hendur, segir hann (bls.
17). Aukinni markaðsvæðingu fylgir aukin
skriffinnska og miðstýring, en líka einmana
leiki og niðurbrot smærri samfélaga þar sem
fólk fær notið sín sem félagsverur. Hann segir
líka að þrátt fyrir allt tal um jafnrétti stuðli
frjálslynd samfélög í raun að viðhaldi stétta
skiptingar og noti menntakerfi sín til þess
(bls. 134).
Samkvæmt því sem Deneen segir er frjáls lyndi
samtímans spunnið úr hugsun af tvennu tagi.
Annars vegar úr einstaklingshyggju sem
gerir ráð fyrir að hver og einn velji sér líf að
eigin vilja og hins vegar úr heimspeki sem
að greinir manninn frá náttúrunni (bls. 31).
Þessa tvenns konar hugsun rekur hann til
heimspekinga sem uppi voru fyrir þremur til
fjórum öldum, einkum til Englendingsins
Thomasar Hobbes. Gegn þessari samsuðu
einstaklingshyggju og tvíhyggju teflir
Deneen fram eldri viðhorfum sem gera
ekki ráð fyrir að menn séu fæddir frjálsir
heldur að þeir þurfi að læra að vera frjálsir
og stjórna sér sjálfir (bls. 111). Hann vitnar í
Rússann Alexander Solzhenitsyn, sem sagði
að frjálslyndi stæðist ekki, vegna þess að það
gerði ráð fyrir að hver og einn þjónaði lund
sinni, en hugmyndafræðin rúmaði ekki
sjálfs stjórn. Hún gerði ekki ráð fyrir öðru
taumhaldi en löggæslu ríkisins (bls. 83).
Útúrdúr um James C. Scott
Hægt er að nálgast sömu sannindi með ýmsu
móti og skýra það á ólíka vegu hvers vegna
mönnum er mikilvægt að læra að stjórna sér
sjálfir með fleiri ráðum en því einu að ríkið
setji lög og refsi fyrir brot á þeim.
Bandaríski mannfræðingurinn James C.
Scott hefur skrifað margt um ólán og afglöp
sem fylgja miðstýringu, ríkisvæðingu og
regluverki. Í þekktustu bók sinni, sem heitir
Seeing like a state (Með augum ríkisins), fjallar
Scott meðal annars um hvernig gamalgrónar
borgir vinna gegn glæpum og tryggja öryggi
með því að nágrannar líti til hver með öðrum.
Þar sem smákaupmenn, veitingamenn og
fleiri þekkja sitt heimafólk og sjá yfir götur
og torg vex einhvers konar nágrannavarsla af
sjálfri sér. En „þéttbýli þar sem enginn nema
lögreglan sér um að halda reglu á hlutunum
er afar hættulegur staður“ segir Scott (1998,
bls. 136).
Þar sem vinnan er markaðsvara og einkalíf
aðgreint frá atvinnulífi er fólk lítt bundið
átthögum sínum og flytur ýmist þangað sem
vinnu er að hafa eða býr í hverfum þar sem
það þekkir ekki fólkið í næstu húsum. Mér
virðist sennilegt að þetta ýti undir ástand af
því tagi sem Scott varar við, þar sem lög reglan
ein sér um að hafa hemil á fólki. Ef það gerist
verður væntanlega þörf fyrir aukin umsvif
löggæslu og refsikerfis, meira regluverk,
eftirlit og miðstýringu.
Eftir því sem Scott (2012, 2017) segir hefur
stór hluti mannkynsins lengst af lifað bæði
án eiginlegs markaðshagkerfis og án ríkis
valds. Það var fyrir minna en fjögurhundruð
árum sem ríkisvald tók að móta lífsskilyrði
þorra jarðarbúa. Síðan hefur vöxtur þess
haldist í hendur við aukna markaðsvæðingu
og einstaklings hyggju. Scott veltir því fyrir
sér hvort þetta hafi eyðilagt getu fólks til að
koma á og viðhalda skipulagi sem byggist
á samvinnu jafningja fremur en valdstjórn:
Hvort ríkið ali upp þýlynt fólk og fylgispakt
og komi beinlínis í veg fyrir að við lærum
að lifa sem frjálsir menn og sjá fótum okkur
forráð.
Scott kynnir sig sem róttækling og stjórn
leysingja en flest orðalagið hjá Deneen
bendir fremur til varfærni og íhaldssemi. Þeir
eiga það þó sameiginlegt að standa utan
við þá breiðu miðju sem ég lýsti í byrjun og
hugmyndir þeirra eru að ýmsu leyti svipaðar.