Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 83

Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 83
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 81 Þegar Forman mætti var hann einstaklega viðkunnanlegur og við kynntum okkur og ég tók töskurnar hans. Á leiðinni í bæinn var hann ekki ánægður með landslagið, þetta var ekki eins og vinur hans Milan Kundera hafði lýst því. Við vorum sammála um að þetta væri ekki fínt, þetta væri eins og á tunglinu. Ég sagði honum að ég væri vanalega ekki að skammast mín fyrir landslag Íslands, þar sem ég væri bara ánægður ef einhver yrði fyrir vonbrigðum en núna þar sem hann væri á staðnum væri ég óánægður með hvernig eldfjöllin hefðu staðið sig í því að dæla út úr sér eldi. Þau hefðu átt að gera þetta með meiri fagurfræði. „Kannski ekki svo slæmt hjá þeim“, sagði hann. Þegar við komum á hótelið sagði hann hvað honum þætti vænt um að ég kynni tékk nesku. „Það eru fáir í heiminum sem nenna að læra annað en ensku,“ sagði hann. Ég sótti hann næsta morgun bljúgur og eftir orð hans tilbúinn að reima skóreimar hans hvenær sem hann þurfti. Þegar ég vakti hann sagði hann: „Já, ekki koma fyrr en þetta. Þegar maður er orðinn gamall þarf maður tólf tíma til að ná góðum svefn. Maður liggur og getur ekki sofnað, svo liggur maður, sofnar og vaknar svo aftur og liggur og sofnar síðan aftur.“ Það er merkilegt hvað virkilega góðu lista­ menn heimsins eru alltaf næs. Ef þú hittir miðlungs listamenn geta þeir verið nastí og leiðinlegir en ef þú hittir meistara eru þeir eiginlega undantekningarlaust kurt eisir og vinsamlegir. Ég man eftir viðtali sem ég tók við Jim Jarmusch. Þegar því var lokið leiddu samræður okkar til þess að ég sagði; „já, ég skil, ég fann fyrir því sama þegar ég gerði mína fyrstu kvikmynd“. Hann sagði strax, „Ha? Ertu kvikmyndaleikstjóri líka? Hva? Afhverju komstu ekki með mynd ina með þér? Ég hefði viljað sjá hana“. Ég starði á hann í forundran. Það má vel vera að hann hafi bara verið að segja þetta upp á kurteisi en samt svo næs að segja svona. Ég hef talað við fjölda stjarna í leikara­ og leik­ stjórabransanum og þeir sem eru á toppnum eru eiginlega alltaf vinsamlegir. Það þarf ansi margt í fari manna að ná saman til að komast á toppinn en einn faktorinn er án vafa að vera mannvinur. Á öðrum degi fylgdar minnar rétti ég Milos Forman myndina mína og hann tók við henni og rétti mér hana til baka og sagði: „Silný kafe?“ „Já,“ sagði ég. „Þetta er fyrsta bíómyndin mín,“ og tók við DVD­disknum aftur. „Ég er fyrir löngu búinn að sjá hana. Mjög góð bíómynd. Einn af leikurunum þínum, hann Jirí Lábus, er vinur minn og hann var ánægður með leikstjórn þína. Þú átt að halda áfram. Það sem mér fannst best við myndina þína er að ég trúði öllum leikurunum. Það er sjaldan þannig þegar ég horfi á bíómyndir. Þú vinnur mjög vel með leikurum.“ Milos Forman kynntist helstu helstefnum heimsins. Hann var strákur þegar nasistar réðust inn í Tékkland. Foreldrar hans voru mótmælendatrúar og fóru í andspyrnuna. Nasistarnir pyntuðu og myrtu þá báða. Síðan tóku kommúnistar við völdum í landinu og hann upplifði harðræði þeirra. Eftir að Krúsjeff hélt ræðuna frægu um Stalín þar sem hann lýsti fyrirlitningu sinni á harðstjórn þess Elskaður af Hollywood og þeim sem vildu virðast gáfaðir í Evrópu. Milos Forman var elskaður af öllum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.