Þjóðmál - 01.09.2018, Page 60

Þjóðmál - 01.09.2018, Page 60
58 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 Það reið baggamuninn að seðlabankar í Evrópu og Norður­Ameríku neituðu íslenska seðlabankanum um sömu lausafjárfyrir­ greiðslu og til dæmis norrænir seðlabankar og hinn svissneski fengu, jafnframt því sem ríkisstjórn breska Verkamann aflokksins lokaði breskum bönkum í eigu Íslendinga á sama tíma og hún veitti öllum öðrum breskum bönkum aðstoð, og síðan bætti hún gráu ofan á svart með því að setja hryðju­ verkalög á Landsbankann, Seðla bankann og Fjármálaeftirlitið. Hannes telur að setning hryðjuverkalaganna hafi ekki verið ill nauðsyn, eins og breskir ráðamenn hafi látið í veðri vaka. Fjármála­ eftirlitið breska hafi haft næg úrræði til að stöðva fjármagnsflutninga úr landi. Hannes kveður skýringuna á áhugaleysi Bandaríkjanna um Ísland árið 2008 vera að landið var hætt að skipta máli hernaðarlega, en í síðari heimsstyrjöld og Kalda stríðinu voru Bandaríkin öflugur bakhjarl Íslands. Fjand­ skapur evrópskra seðlabanka í garð íslensku bankanna var aðallega vegna þess að þeir voru taldir ágengir og áhættusæknir og raska jafnvægi á mörkuðum með innlána söfnun sinni og samkeppni við hefðbundna banka. Skýringin á hinum ruddalegu aðgerðum bresku Verkamannaflokksstjórnarinnar gegn Íslendingum var hins vegar margþætt, að því er Hannes telur. Gordon Brown forsætis­ ráðherra og Alistair Darling fjármálaráðherra voru báðir Skotar, en skoska sjálfstæðis­ hreyfingin ógnaði yfirburðum Verkamanna­ flokksins í Skotlandi. Þeir Brown og Darling vildu sýna Skotum hvaða áhættu þeir tækju með því að slíta sambandinu við England. Enn fremur vildu þeir sýna breskum kjósendum hversu ódeigir þeir væru í vörn fyrir breska hagsmuni, og harka við Íslendinga kostaði þá ekkert. Í þriðja lagi vildu þeir hugsanlega bæta víg stöðu Breta í fyrirsjáanlegri deilu við Íslendinga um uppgjör Icesave­reikninga Landsbankans, sem vistaðir voru í útbúi bankans í Lundúnum, en ekki í dótturfélagi, svo að hinn íslenski Tryggingarsjóður inn stæðueigenda og fjárfesta bar ábyrgð á innstæðum, en ekki sambærilegur breskur sjóður. Hannes leiðir rök að því að óþarfi hafi verið að beita hryðjuverkalögunum gegn Íslendingum. Þessi aðgerð skosku stjórnmálamannanna Alistairs Darlings og Gordons Browns hafi verið af stjórnmála hvötum. Ljósm. Alamy.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.