Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Side 7
Fróðleikur liðinna alda
Hvers virði er sagan okkur? Hve mikil verðmæti liggja í varðveislu heimilda er
tengjast Austurlandi fyrir íbúa þess? Eftir „hrun“ hafa margir farið í naflaskoðun
og niðurstaðan verið sú að hlúa að því sem okkur þykir vænt um, láta drauma
okkar rætast, forgangsraða og rækta garðinn sinn. Ahugi á því sem íslenskt er,
sögu landsins og frásögnum frá liðnum öldum virðist nú sem aldrei fyrr hafa
mikið gildi í hugum íslendinga. Enda er nú tími til að hlúa að uppruna okkar,
sögu og menningarverðmætum - enda reyndust pappírsverðmætin lítils virði
þegar að var gáð.
I Múlaþingi hafa frá árinu 1966 birst greinar lærðra sem leikra sem ná yfir vítt
svið fræðigreina og alþýðufróðleiks. Síðast en ekki síst hafa frásagnir úr daglegu
lífi, frásagnir af verklagi, lifnaðarháttum og lífsviðhorfum fólks frá horfnum
tíma varðveist í ritinu. Allt það góða fólk sem hefur unnið að varðveislu merkra
heimilda í Múlaþingi frá upphafi, bæði þeir sem stofnuðu til þess og þeir sem
sent hafa inn efni yfir fjörutíu ára tímabil, á heiður skilinn.
Það má með fullum rétti kalla þá fræðimenn sem ritað hafa greinar í Múlaþing.
Margir vinna að ritstörfum oft til hliðar við aðra vinnu, eða eftir fulla vinnuævi,
sem áhugamál. Fræðastörf eru oft unnin „í skjóli nætur“, - ósýnileg öðrum þar
til afurðin birtist á prenti. Sumar rata aldrei á prent.
Eg ber þá ósk í brjósti að einn daginn verðum við nógu stolt fræða- og
bókmenntaþjóð til að bera nægilega virðingu fyrir fræðimennsku og launa hana
sem slíka. Það er kominn tími til að við heQum fræðimenn fjórðungsins til vegs
og virðingar, að við metum rannsóknarstarf að verðleikum og sýnum það í
verki.
RÞ
Steinunn Ásmundsdóttir á Egilsstöðum og Ingimar Sveinsson á Djúpavogi víkja nú úr
útgáfustjóm Múlaþings að eigin ósk, þeim er þökkuð fórnfús störf í þágu ritsins. Páll
Baldursson á Breiðdalsvík og Ágústa Þorkelsdóttir á Vopnafirði taka sæti þeina.
Á aðalfundi Héraðsnefndar Múlasýslna sem haldinn var á Reyðarfirði í nóvember 2009
var samþykkt að leggja nefndina niður og flytja verkefni hennar yfir til SSA frá og með
næstu áramótum.
5