Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Side 7

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Side 7
Fróðleikur liðinna alda Hvers virði er sagan okkur? Hve mikil verðmæti liggja í varðveislu heimilda er tengjast Austurlandi fyrir íbúa þess? Eftir „hrun“ hafa margir farið í naflaskoðun og niðurstaðan verið sú að hlúa að því sem okkur þykir vænt um, láta drauma okkar rætast, forgangsraða og rækta garðinn sinn. Ahugi á því sem íslenskt er, sögu landsins og frásögnum frá liðnum öldum virðist nú sem aldrei fyrr hafa mikið gildi í hugum íslendinga. Enda er nú tími til að hlúa að uppruna okkar, sögu og menningarverðmætum - enda reyndust pappírsverðmætin lítils virði þegar að var gáð. I Múlaþingi hafa frá árinu 1966 birst greinar lærðra sem leikra sem ná yfir vítt svið fræðigreina og alþýðufróðleiks. Síðast en ekki síst hafa frásagnir úr daglegu lífi, frásagnir af verklagi, lifnaðarháttum og lífsviðhorfum fólks frá horfnum tíma varðveist í ritinu. Allt það góða fólk sem hefur unnið að varðveislu merkra heimilda í Múlaþingi frá upphafi, bæði þeir sem stofnuðu til þess og þeir sem sent hafa inn efni yfir fjörutíu ára tímabil, á heiður skilinn. Það má með fullum rétti kalla þá fræðimenn sem ritað hafa greinar í Múlaþing. Margir vinna að ritstörfum oft til hliðar við aðra vinnu, eða eftir fulla vinnuævi, sem áhugamál. Fræðastörf eru oft unnin „í skjóli nætur“, - ósýnileg öðrum þar til afurðin birtist á prenti. Sumar rata aldrei á prent. Eg ber þá ósk í brjósti að einn daginn verðum við nógu stolt fræða- og bókmenntaþjóð til að bera nægilega virðingu fyrir fræðimennsku og launa hana sem slíka. Það er kominn tími til að við heQum fræðimenn fjórðungsins til vegs og virðingar, að við metum rannsóknarstarf að verðleikum og sýnum það í verki. RÞ Steinunn Ásmundsdóttir á Egilsstöðum og Ingimar Sveinsson á Djúpavogi víkja nú úr útgáfustjóm Múlaþings að eigin ósk, þeim er þökkuð fórnfús störf í þágu ritsins. Páll Baldursson á Breiðdalsvík og Ágústa Þorkelsdóttir á Vopnafirði taka sæti þeina. Á aðalfundi Héraðsnefndar Múlasýslna sem haldinn var á Reyðarfirði í nóvember 2009 var samþykkt að leggja nefndina niður og flytja verkefni hennar yfir til SSA frá og með næstu áramótum. 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.