Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Síða 18

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Síða 18
Múlaþing jörðina Bakka. Var Magnúsi mót vilja sínum ráðstafað til þeirra hjóna og fylgdi hann þeim nauðugur viljugur næstu tvö árin og mátti oft að eigin sögn þola harðrétti og barsmíðar. „Var eg oftast berfættur og illa útbúinn, - mat- aræðið var ekki betra. Fyrir góu fékk eg ekki annað en soðinn hákarl og lítinn flautaspón á kvöldin. Þetta var allur maturinn. A einmán- uði þorskhöfuð og vondan bræðing, en frá sumarmálum til fráfærna grasalím einmælt, og horkjöt á helgum og og hátíðum.“" Þetta var tæpum áratug eftir Skaftárelda og var þá víða smátt skammtað hérlendis. í uppritjun sinni af dvölinni á Bakka segir Magnús frá því er hann fór með móður sinni út í hollenska duggu sem lá þar úti fyrir. Hafði Bergljót með sér til sölu ána Svartsmokku en Magnús litli fékk að taka með „ónýta hvolpatík... og skyldi eg selja hana til hollenzkra mér til gamans.“ Fengu þau ásamt fleiri Borgfírðingum góðar viðtökur hjá unguin skipherra og þóttust ekki svikin af viðskiptunum. „Eg fekk hnöttótta sýrópsflösku, bláþrykktan klút, 2 stórar pip- arkökur og tjórar hveitikökur, svo eg þóttist vel hafa keypt, því tíkin var ónýt“ segir Magnús í ævisög- unni. Falaðist skipparinn eftir að fá að taka drenginn með sér utan, sagðist eiga 18 hús í Amsterdam, en engin börn. Segist Magnús hafa viljað fara með honum „hvað mér hefði verið mun betra, en að verða útskrifaður þremur árum seinna á Austurindiska klettinn, nak- inn og matarlaus.“ Frásögn Magnúsar lýkur þar sem hann fer frá Borgarfirði til móður sinnar á Arnheiðarstöðum. Vitað er að hann fermdist á Valþjófsstað vorið 1794, þá kominn á ný til móður sinnar. Séra Einar á Hofí segir í Blöndu í fram- haldi af sjálfsævisögubroti Magnúsar: „Allur agi við uppeldi og nám var að vísu þá, og lengi síðan, mjög harður almennt, og víða lítið sparaðir löðrungar og hýðingar. En þó virðist séra Hjörleifur hafa sýnt Magnúsi meiri hörku í því efni en almennt var.“12 Brátt urðu þáttaskil í ævi Magnúsar en heimildir um hann eru mjög slitróttar næstu tvo áratugi. Einar á Hofí bætir þar úr eftir föngum með því að ráða í tiltæk gögn. Arið 1795 mun unglingurinn Magnús hafa farið úr landi til Danmerkur, en það ár hverfur hann úr manntalsbók Valþjófsstaðar. Sumar heimildir segja hann hafa fylgt ráðum ætt- menna sinna en aðrir að hann hafí strokið með skipi og vísa til áðurnefndrar frásagnar hans um „Austurindiska klettinn“. Ekki er ólíklegt að Guttormur bróðir Magnúsar hafí átt einhvem hlut að brottför hans úr landi, en sjálfur var Guttormur við nám í Kaupmanna- höfn 1798 - 1799. Þar mun Magnús hafa verið Lífs- og œfisaga Magnúsar Pálssonar, s. 12. 12 Sama, II. Eptir séra Einar prófast á Hofi. Blanda IV. Reykjavík, s. 18. 16
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.