Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Qupperneq 55

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Qupperneq 55
Byggðin sem hvarf unni við undirleik vélagnýsins og hló manna hæst. Erlingur var framsóknarmaður, enda mægður Eysteini Jónssyni ráðherra. A borg- arafundi í barnaskólanum, líklega 1941 eða 1942, var hörð pólitísk rimma með skömmum og frammíköllum úr öllum áttum. Einhver varð til þess að minna á, að Jónas frá Hriflu hefði kallað áhættuþóknun sjómanna (vegna stríðsógna á hafinu) „hræðslupeninga". Sagði ræðumaður (ég held Bjarni Þórðar) að fram- sóknarmenn ættu að skammast sín og þegja á þessum fundi. Heyrðist þá allt í einu frammí- kall með hvellri tenórrödd Erlings Olafssonar: „Við framsóknarmenn á Norðfírði berum enga ábyrgð á röflinu í honum Hrifloni!“ Erlingur hafði munninn á réttum stað. Þá má geta þess að seint á 4. áratugnum lét Guðjón Símonarson smíða bát sinn Islending þama á Ströndinni og vann að því verki sjálfurmeð sonum sínum, en Sigurður Þorleifsson bar faglega ábyrgð á smíðinni. Magnús Pálsson notaði líka Ströndina til að stækka og breyta mótorbátnum Drífu árið 1938. Þar var Sigurður einnig yfírsmiður. Eg man vel eftir þessum bátasmíðum og horfði á verkin hvert sinn sem ég fór í skólann. Það var enginn dauðabragur á þessum fram- kvæmdum. Þá man ég að faðir minn hafði uppsátur fyrir nótabáta Sæfinns á Ströndinni og þar vann ég sem handlangari hjá við- gerðarmönnum þeirra, Sigurði Þorleifssyni og Örnólfi Sveinssyni. Annars þótti okkur börnunum þessi strandlengja heldur leiður staður, dimmur og viðsjárverður allan vet- urinn, og ól upp í okkur myrkfælni. Við áttum þar von á draugum og sjóskrímslum og vildum ekki vera ein á ferð í myrkri. M.a. höfðum við bitið það í okkur að vofa gengi ljósum logum í Gúanóverksmiðjunni. Atti það að vera afturganga manns sem hefði tekið líf sitt í verksmiðjuhúsinu. Efast ég um að nokkur stafur hafi verið fyrir þessu annað en landlæg draugatrú sem fólk sáði i saklausar barnssálir. Mig minnir að draugar hafi átt aðsetur víða um norðfírskar byggðir. Þeir voru yfir- leitt frekar ómerkilegir nema Sandvíkur- Glæsir sem er draugur á heimsmælikvarða, enda upphaflega skartbúinn, útlenskur sjen- tilmaður á kjólfötum með pípuhatt. Hann fylgdi Sandvíkingum allt fram á mína daga og gerir kannske enn nema hvað enginn býr í Sandvík. Glæsir gerði engum mein nema síður sé og svo var hann kurteis, að ef hann mætti fólki á fömum vegi þá tók hann ekki bara ofan pípuhattinn, heldur höfuðið allt með hattinum. Var Glæsir mjög til fyrirmyndar um mannasiði og fallega umgengni, sem sigldum mönnum þykir skorta á í fari íslend- inga og langættaðri sveitamennsku þeirra kennt um. En ég get ekki skilið við þessa upprifjun á bemsku- og unglingsárum mínum áNorðfirði án þess að ítreka það sem ég vona að skrif mín beri með sér, að allt það fólk sem ég ólst upp með og átti flest uppruna sinn í fátæku sveitasamfélagi og bjó margt við hrakleg kjör heimskreppunnar, var sæmdarfólk að siðferði og siðmannlegri umgengni og kunni sig vel. En best kunni fólk bernsku minnar að bjarga sér, þótt það væri læst kreppuklóm. Þá veiti ég því athygli að á þessum tíma var ungbamadauði lítill í nágrenni mínu. Berklar voru þó víða skæðir, m.a. á Norðfirði, en hvernig sem á því stóð dóu tiltölulega fáir úr berklum í gamla byggðahverfmu mínu, sem náttúruhamfarir hafa nú lagt í eyði. Þetta, að fólkið í landinu kunni að bjarga sér, er inntak þjóðarsögu í þúsund ár. íslend- ingar hafa öldum saman verið í varnarbaráttu við náttúruhamfarir og skæðar sóttir. Þeir kunnu listina að lifa af. Það sannaðist á lífs- viðhorfi og lífsmáta fólksins sem ég þekkti og ólst upp með á kreppuárum bemsku minnar. Þá reyndi á þolrif alþýðunnar. Nú reynir á þolandagenin í „hinni menntuðu millistétt“! Ritað vorið 2009 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.