Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Side 67
Fombyggð í Norðfirði
Fomleifaskráning fór fram í landi Nes-
kaupstaðar sumurin 1993 - 1995 á
vegum Safnastofnunar Austurlands.
Skráðar voru mannvistarleifar í sveitar-
félaginu sem þá hét Neskaupstaður, þ.e.
í Norðfírði sjálfum og eyðibyggðunum
Hellisfirði, Viðfirði og Sandvík. í framhaldi
af skráningunni sýndu bæjaryfirvöld í Nes-
kaupstað áhuga á að láta fara fram frekari
könnun á byggðarsögu sveitarfélagsins með
fomleifarannsókn. Bæjaryfírvöld fengu styrk
til verksins frá Eignarhaldsfélagi Bmnabóta-
félags íslands. Allur umframkostnaður var
greiddur af bæjarfélaginu, en það hafði áður
en að rannsókn kom gengið til sameiningar
við nokkur önnur sveitarfélög og myndað
Fjarðabyggð. Rannsóknin fór fram sumarið
1999 og hafði minjavörður Austurlands, fyrir
hönd Þjóðminjasaíhs íslands, yfimmsjón með
rannsókninni, en auk hans tóku þátt í verk-
efninu Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur
hjá Fornleifastofnun íslands og Magnús Á.
Sigurgeirsson jarðfræðingur og sérfræðingur
í greiningu gjóskulaga.
Hyggðarsaga
Litlar heimildir eru til um byggð í Norðfírði
°g nágrenni til foma. í Landnámu em nefndir
til tveir landnámsmenn á svæðinu, Egill rauði
sem á að hafa numið Norðljörð og Freysteinn
fagri sem á að hafa numið Sandvík, Barðsnes,
Viðljörð og Flellisljörð.1 Norðljarðar er hins-
vegar aðeins einu sinni getið í fomsögum og
er það í Droplaugarsonasögu.2 Freysteinn fagri
kemur aftur á móti einnig fyrir í Þorsteins
sögu uxafóts.3 Þriðji landnámsmaðurinn er
þjóðsagnapersóna, Barði að nafni, sem á að
hafa numið land á Barðsnesi. Segir sagan
að hann hafí í fyrstu byggt bæ sinn utarlega
á nesinu þar sem nú heitir Bæjarstæði, en
síðar flutt hann þangað sem Barðsnessbærinn
stendur enn.4
Ekki er heldur mikið af sjáanlegum
minjum ffá elstu tíð á svæðinu en töluvert af
yngri búskapar- og sjóminjum, sérstaklega
í eyðibyggðunum í Flellisfirði, Viðfirði og
Sandvík, þar sem stórvirkar vinnuvélar numu
aldrei land. Líklegt er að flest lögbýli á svæð-
inu hafi staðið á sama stað frá upphafi. Flest
vom þau í byggð fram á 20. öld og leifar fomra
1 Landnámabók. íslenzk fomrit I. bindi. Hið íslenska fomritafélag,
Reykjavík 1986, bls. 306.
2 íslenzk fornrit IX bindi. Hið íslenska fomritafélag, Reykjavík
1950, bls 141, 158.
3 íslendinga sögur, Xbindi, 1947, Guðni Jónsson bjó til prentunar,
bls. 341-370.
4 Bjöm Bjamason: Sagnakver II. ísafjörður 1903, bls. 67-75.
65