Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Page 103

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Page 103
Vefarar og vefsmiðjur heldur verslunarhöfn einokunarkaupmanns. En í tengslum við hann þróuðust samt afkomu- möguleikar fyrir árstíðabundna vinnu sem menn gátu sinnt án þess að vera bændur. Hvort forlagsvinnsla hafi tíðkast í tengslum við aðrar hafnir einokunarkaupmanna í sambærilegu mæli er órannsakað en væri athyglisvert að skoða nánar. Það er því ekki ljóst hvort hörspuni í þessum mæli sé bundinn við Vopnafjörð eða Austurland, en unga fólkið, sem styrkt var til vefnaðar- og spunanáms á árunum 1784 - 1790, kom meðal annars af Austur- landi. Stjómvöld styrktu ungmenni á þessuin árum til þjálfunar í vefnaði og spuna bæði við Reykjavíkurvefsmiðjurnar, senr þá voru reknar á vegum konungs, og til námsvistar í vefsmiðjum í Danmörku. Af einhverjum sökum fóru nemarnir að austan fremur til Kaupmannahafnar en til Reykjavíkur. En alls er vitað um 21 íslending sem fórtil Danmerkur og þar af voru sex úr Múlasýslum. Nemarnir fóru fyrst og fremst til náms í línvefsmiðjum á Fjóni og Jótlandi og lærðu því margir hörsp- una og vefnað.61 Nemamir sex voru áðumefnd Guðmundur Þorsteinsson og Ólöf Bjamadóttir, sem komu við sögu á Eskiftrði. Að auki er vitað um Guð- rúnu Jónsdóttur, Valgerði Skaptadóttur og Jón Amason úr Norður-Múlasýslu og að lokum Jón Þorsteinsson Schöld. I krambúðarbókum kaupmanna má sjá að vefnaðarvara var lögð inn hjá Vopnatjarðarkaupmanni árið 1786 frá Hofi í Vopnafirði þar sem Valgerður var skráð til heimilis.62 Sá síðastnefndi úrþessum hópi, Jón Þorsteinsson, er sá sem heimildir herma að mest hafi sinnt iðn sinni eftir að heim var komið. Hann var af Fljótsdalshéraði og er hin 61 Lýður Bjömsson: „Við vefstól og rokk“. 183-219. 62 Hrefna Róbertsdóttir: Wool and Society. 264. svokallaða Vefaraætt kennd við hann. Hann fór lrklega til Danmerkur um 1788. Hann var fæddur árið 1771 og hefur því verið 17 ára þegar hann lagði út í heim. Hann kom heim til Islands aftur árið 1794 með vefstól í fartesk- inu og settist að Víðivöllum ytri. Síðar fluttist hann að Höfða á Völlum, þá á Arnheiðarstaði og endaði ævina á Kóreksstöðum árið 1827.63 Sagt er að hann hafi mikið stundað iðn sína og kennt öðrum. Ullarvinnsla á Austurlandi Stiklað hefur verið á stóru um ullarvinnslu í Múlasýslum frá miðri 18. öld og fram til um 1800. Það tímabil fellur undir starfs- tíma ullarvefsmiðja Innréttinganna sem og annarra aðgerða sem yfirvöld gripu til í því skyni að efla og styrkja innlenda framleiðslu. Blómaskeið Innréttinganna var frá því um 1750 - 1770, og var Austurland að heita má utan áhrifasvæðis þeirra á því tímabili. Hins vegar voru nokkrir vefarar frá þessu svæði meðal þeirra fyrstu sem urðu útlærðir vefarar í fyrstu vefsmiðjunni á Leirá í Borgarfirði. A Austfjarðahöfnum hafði um langan aldur fengist gott verð fyrir prjónles og þótti það vandað, og því kemur kannski ekki á óvart að fólk úr Múlasýslum fetaði þessa braut. Vefaramir fluttu hins vegar ekki aftur í heima- hagana til starfa. Nokkrar breytingar urðu þó á ullarvinnslu í Múlasýslum á seinni hluta 18. aldar þó svo að vefsmiðjur sem slíkar hafi ekki náð fótfestu þar. Hinn vandaði prjónaiðn- aðar á heimilum styrktist enn frekar og garn- spuni breiddist út. Yfirvöld og kaupmenn voru áfram um endurbætur á garnspuna síðustu áratugi 18. aldar og náði sú stefna einnig til Austurlands. Kaupmenn fóru að taka þátt í að 63 Halldór Stefánsson: Ævislóð og mannaminni. Ævisaga. Reykja- vík 1971. 14-15. - Einar Jónsson: Ættir Austfirðinga. 3. Reykja- vík 1957. 643-645, 653. - Gunnlaugur Haraldsson og Hrefna Róbertsdóttir: Minningartafla um Jón og Þóreyju. Egilsstaðir 2007. 101
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.