Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Page 105
Vefarar og vefsmiðjur
fjármagna framleiðsluna og ástæða er til þess
að ætla að verslunarstaðirnir hafi haft meiri
áhrif á hvað framleitt var en áður hefur verið
talið. Kaupmenn skipulögðu m.a. hörspuna
í Vopnafirði þar sem hráefnið var innflutt.
Eftir að farið var að senda ungmenni til náms
í línverksmiðjum í Danmörku á níunda áratug
18. aldar, fóru nokkrir utan og eru nöfn sex
ungmenna úr Múlasýslum þekkt. Einn þeirra
starfaði við handverkið eftir að heim kom en
ekki er vitað til þess að fleiri hafi gert það.
Sérstöðu Austurlands má kannski lýsa þannig
að jafnframt því sem aðgerðir Innréttinganna
náðu lítið til Austurlands framan af, hafi síðar
verið tekið tillit til þeirrar ullarvinnu sem þar
hafði þróast og þótti góð. Prjónaskapur hélt
sínu striki auk þess sem áhersla var lögð á
að innleiða sérhæfðan garnspuna fyrir vef-
smiðjunot. Aukin áhersla á vefnaðarnám í
Danmörku styrkti vefnað á Austurlandi þegar
leið á öldina.
Skýríngar á skammstöfunum í texta
Lbs.: Landsbókasafn Islands
Þjms.: Þjóðminjasafn Islands
Þl.: Þjóðskjalasafn Islands
Leiðrétting
I Múlaþingi 35, bls. 71 er í greininni Kvenfélagió Vaka á Djúpavogi, farið rangt með föó-
urnafn Þórhalls Sigtryggssonar kaupfélagsstjóra en hann er þar sagður vera Daníelsson.
Beðist er velvirðingar á þessari rangfærslu.
Erla Ingimundardóttir
Leiðréttingar
í Múlaþingi 35, bls. 176 birtist mynd af Birni Kalmann og fyrri konu hans Mörthu Maríu
Indriðadóttur.
Þar kemur fram í nryndatexta að Björn hefði verið eina barn Páls Ólafssonar og
Ragnheiðar Björnsdóttur sem upp komst. Sigurður Kristinsson kennari hafði samband
við undirritaða og tjáði henni að dóttir Páls, Bergljót að nafni, hefði líka komist til fúll-
orðinsára en flutt ung til Danmerkur og átt þar heima til æviloka og orðið gömul kona.
Eftir nokkra leit hafðist upp á fæðingardegi Bergljótar en hún var fædd 20. janúar 1888,
ekki hafðist upp á dánardegi hennar.
Önnur leið nristök urðu við gerð 35. heftis Múlaþings. Á bls. 11 í ferðasögu Þorsteins
Björnssonar á Þernunesi er birt mynd og hún sögð vera af Jörgen Sigmarssyni í Krossavík
sem er ekki rétt, á myndinni er Jörgen Sigurðsson bóndi á Víðivöllum. Biðst ég velvirð-
ingar á þessum mistökum.
Arndís Þorvaldsdóttir.
103