Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Síða 125

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Síða 125
Snjóflóðið mikla á Seyðisfirði ura mann er handleggsbrotnaði í flóðinu, og við fleiri sjúklinga. 20. febrúar Norðaustan stormur og bleituhríð varð ekkert unnið að úti; hjálpaði lækninum við sjúk- lingana. 21. febrúar Allgott veður, hríðarlaust og bjart. Var grafið og leitað allan daginn, fundum við Guðrúnu konu Blöndals og síðar fannst Blöndal skamt frá; ennfremur Bjarni vinnumaður af „hot- ellinu“ fram í sjó; var hann einn af þeim fáu sem komnir voru á fætur; sá sólina blessaða litla stund, eftir því nær 4 mánaða ijærveru. 22. febrúar Sunnud. Hvass norðaustan og blindhríð allan daginn; ekkert unnið að úti. Gekk nteð lækn- inum til sjúklinganna. Var ég fyrst svo mikið búinn að ná mér að ég spilaði ögn á harm- onium og las dálítið í Vort Aarhundrede og „Zschokkes Husandagb“. 23. febrúar Logn og gott veður allan daginn. Komu menn aftur frá Vestdalseyri og hjálpuðu til að grafa; fannst aðeins eitt lík, stúlka úr „Vingólfi" og meðöl úr apótekinu; hjálpaði ég lækninum til að binda um mann, er handleggsbrotnaði í flóðinu og særðist á höfðinu en kom ekki fyrr til læknisins og hefir unnið að greftri og fl. svona til reika. 24. og 25. febrúar Hægur norðaustan, dimmur og áköf snjókoma, frost þvínær ekkert og stundum bleituhríð. Voru menn hér alment ákaflega órólegir og fáum varð vel svefnsamt, ekkert varð unnið að líkaleit. 26. febrúar Logn, létt loft en dimmur umhverfis. Fórum við Aðalsteinn og Eggert með þeim Kr. Hall- grímssyni, konu hans og börnum báðum út á Vestdalseyri og urðu þau þar eftir; hefir firú Guðrún ekki getað sofið neitt er heita má síðan flóðið fjell og er orðin veik af hræðslu og angist; héldum svo heim aftur, dimmdi mjög um kvöldið með bleituhríð og leið- inlegu útliti. 27. febrúar Hvass norðaustan, dimmur og hríðarveður en lítil snjókoma; um kvöldið birti svo máninn náði að skína. Lauk ég við Vort Aarhundrede (13h). 28. febrúar Logn, heiðríkt og besta veður, glaða sól- skin nokkurn tíma, en frostið 10 gráður R um morguninn. Var ekki hægt að leita að líkum, því snjórinn er svo ótrúlega mikill. Um kvöldið glaða tunglskin og besta útlit. Enginn sem ekki hefír reynt getur ímyndað sér hvílíkur angistartími þetta hefir verið síðan flóðið féll. Snjórinn aukist nótt sem dag og menn hafa því á hverju augnabliki getað búist við öðru flóði; svo hefí ég (og án efa flestir) verið svo óskaplega „nervös“, orðið hverft við hvert smáræðið t.d. þegar byl hefir rekið á eða þá ekki hafi nema stóll verið dreginn til á gólfi; fæstum mun hafa orðið vel svefnsamt því eðlilega hafa menn lagst útaf hugsandi til þess að vel gæti komið, að það væri í hið síð- asta skipti eins og varð fyrir mörgum þeirra er létust í flóðinu. En Drottinn hafði af mildi sinni haldið hendi sinni yfír oss öllum sem undan komumst, og nú hafa menn bestu vonir um, að allt muni fara vel, síðan veðráttan breyttist og hríðinni létti af. 123
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.