Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Page 143

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Page 143
Blóraböggull Fellamanna í Austurlandi, safns austfirskra fræða, III. bindi er að finna eftirfarandi upplýsingar um líf Brynjólfs Evertssonar og erfingja hans. Eftir sagnaþáttum Sigmundar Long. IJm Brynjólf Evertsson Brynjólfur var fæddur árið 1801,3 hann lærði jarðyrkju erlendis og vann ótrauðlega að jarðyrkjustörfum eftir að hann kom úr siglingunni. Hann kvæntist hvorki né átti börn og var í því líkur Níelsi bróður sínum, ólíkur honum í því, að hann var hinn mesti elju- og starfsmaður og manna mikilvirkastur. Vann víðs vegar um Fljótsdalshérað að garðlagi um tún og beitarhús, vatnsveitingum á tún og engi, og fleiru. Hann hafði tæki til hallamælinga og leiddi vatn víðar en öðrum sýndist hægt vera. Einhverju sinni er rætt var við hann um vatnsveitingar, er eftir honum haft: „Ejne (það var málkækur hans og dró hann á því seiminn). Eg get teymt vatnið hvert sem mér sýnist, eins og taumgóðan hest.“ Fyrir framkvæmdir sínar í jarðabótum fékk Brynjólfur heiðurspen- ing frá landbúnaðarfélaginu danska. Gísli Wium, bróðursonur hans fékk peninginn og fleira eftir Brynjólf, lét hann smíða úr honum matskeið. Ovandur var Brynjólfur að því, hvernig um hann fór þar sem hann var að vinna, lagðist jafnvel fyrir á kvöldin á gólfið eins og hann kom frá verki, blautur og forugur, nema húsbændur skærust í leikinn og létu hann fá rúm og aðhlynningu. Er sagt að hann fengi spillingu í fæturna á seinni árum af sóðaskap sínum og vanhirðu. Annað aðalstarf Brynjólfs sem hann var kunnur fyrir um allt Austurland, var bóksala. Annar umferðabóksali á Fljótsdalshéraði um líkt leyti var Pétur Jónsson á Rangá. Munu þeir báðir hafa selt bækur fyrir „Sekreterann í Viðey“. Brynjólfur var um tíma á Ketilsstöðum á Völlum í tíð Páls Melsteds sýslumanns í Múlasýslu (1817 - 1835), seinna amtmanns. Sýslumanni þótti gaman af að tala við Brynjólf og kom því oft á tal við hann. Kona sýslumanns, Anna Stefánsdóttir amt- manns Thorarenssen, þótti naum í útlátum við heimafólk sitt. Eitt sinn er sýslumaður kom á tal við Brynjólf, var hann að snæða framreiddan mat sinn, var það dálkstyrtla rýr. Ræðastþeirvið meðan Brynjólfurlýkurmáltíðinni. Að lokinni máltíð stóð Brynj- ólfur upp úr sæti sínu, tekur krítarmola úr vasa sínum og gjörir með honum strik á fjöl yfir rúminu, og voru mörg strik fyrir. Sýslumaður spyr, hvað strik þessi merki. Brynjólfur er seinn til svars, en segir loks: „Ejne - það eru dálkstyrtlumar, sem ég hef fengið hérna í vetur.“ Sýslumaður svaraði engu, en eftir þetta er sagt að Brynjólfur fengi aldrei dálkstyrtlur. Einkennilegar vom tiltektir Brynjólfs sumar. Til rnarks um það má nefna, að hann keypti ítök á ýmsum stöðum, sem ósýnt var, að honum gæti verið til nokkurra nota. Á Fljótsdalsheiði er hæð einkennileg, sem heitir Spanarhóll. Efst á henni er stuðlaberg. Þennan hól keypti Brynjólfur fyrir 30 spesíur. Á Hjartarstöðum í Eiðaþinghá keypti hann blett, sem nefndur er Gullteigur. Ekki er kunnugt tilefnið til nafnsins, nema þetta sé skopnafn, af því að teigarnir þættu einskis virði. Þeir eru áfastir við túnið á Hjartarstöðum og vart meira en dagslátta að stærð, smáhryggir, sums staðar flatar klappir berar og mýrasund á milli. Osagt skal látið, hvort 3 Fæddur og skírður 26. febrúar 1798, egtabarn Everts Wium og Margrétar Halldórsdóttur á Gunnlaugsstöðum. Úr Ministerialbók Hall- ormsstaðasóknar. 141
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.