Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Page 145
Blóraböggull Fellamanna
Stuðlaberg í Ormarsstaðaheiði, suðaustan íJyrsta hól að sunnan. Myndin er tekin 17. júlí 1990. Ljósmyndari og
eigandi myndar: Helgi Hallgrímsson.
Af frumheimildinni - bréfmu sem birt er hér
að framan sést að Brynjólfur kaupir ekki land
í Ormarsstaðaheiði, heldur nytjarétt í ýmsum
landgæðum í heiðinni og er það í samræmi við
það sem stendur í þætti Sigmundar Long að
Brynjólfur keypti ítök en ekki land. I munn-
mælum þróast það með tímanum á þann veg
að hann hafi keypt Spanarhól (Spannarhóll,
ritar Sigmundur Long)6 og býr þar að baki
klausan í 3. kafla bréfsins urn stuðlaberg.
Vel má vera að frændi Brynjólfs, Gísli
Wium hafi reynt að fá ítökin endurgreidd og
hefur þá þurft að kljást við þáverandi eig-
anda Ormarsstaða, Hallgrím ríka Eyjólfsson
sem bjó þar um nokkurt skeið 1850 - 1862
og var líka hreppstjóri Fellamanna um þær
mundir (1852 -1861). Hann var talinn ágætur
maður og hefir líklega leyst vel úr þessu fyrir
Gísla, sem jafnan var heldur fátækur. A þá leið
hljóða munnmælin, að i raun og veru hafí Gísli
átt skilningi að mæta frekar en hitt, vegna
þessara sérkennilegu ítakssamninga Brynjólfs.
Eru það þá meðmæli með Brynjólfi að hann
hafi þótt í mörgu mætur maður.
6 Svo prentað í Að Vestan II. Þjóðsögur og sagnir II. Akureyri
Vilhjálmur bóndi Marteinsson er í sáln-
aregisteri Assóknar um þetta leiti sagður „
góðviljaður“ og „greiðamaður“ en kunnátta
„í meðallagi“.
Brynjólfur er skráður til heimilis á Orm-
arsstöðum í sálnaregisteri í marsmánuði 1842
lausamaður 42 ára „meinlaus og frómur,
greindur í mörgu“.
Bjarni Bjamason vitundarvottur er vafa-
laust sá bóndi sem býr í Sigurðargerði 1836
- 1842 (sjá Fellamannabókbh. 61) hjáleigu
frá Asi „ráðvandur og vel að sér“ segir í sáln-
aregisteri Assóknar á þessum tíma. Talinn
síðasti ábúandi á Sigurðargerði eftir Fella-
mannabók ( Sjá Æ.A. 7337 og 14002).
Hinn vitundarvotturinn Einar Einarsson er
vinnumaður 38 ára á Ormarsstöðum í sókn-
annannatali 1841 sagður „meinlaus og afar
fáfróður“. Hann virðist aðeins vera þar þetta
fardagaár.
Grúskaranum hefír láðst að skrá upp úr
hvaða heimild þetta er tekið, en yfírgnæfandi
líkur eru á því að urn sé að ræða Afsalsbréfa
og veðmálabók Norður - Miilasýslu, sem nær
yfír árin 1819 - 1847.
1955.
143