Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 10
Um bölv og ragn og þjóðnýfing þess.
Viðtal við Guðm. Finnbogason, fyr próf., landsbókav., dr. pihl., R. Dbr., R. F.(?), Off. d’ac. ***, p. p., m. m.
Vjer höfðum ekki fyr lesið auglýsinguna um fyrirlestur doktorsins í samherja vorum Mogga, en
vjer þutum sem skórnir toguðu upp á Landsbókasafn og börðum þar að dyrum. „Kom inn, for Satan!“
var svarað að innan. Vjer skjálfum, en göngum þó inn, og látum sem ekkert sje. „Góðan daginn, herra
doktor“, segjum vjer, „hvað megum vjer hafa eftir yður, til birtingar í blaði voru“. „0, hvern fjand-
ann haldið þjer, að þjer megið sosum hafa eftir mjer“, segir doktorinn; „jeg er yfirleitt andskoti lítið
hrifinn af ykkur, þessum helvítis blaðasnápum. Hvaða djangans saurpappír eruð þjer eiginlega fyrir?
án leyfis að spyrja". „Vjer erum fulltrúi frelsismálgagnsins Spegillinn“, segjum vjer og drögum upp
6