Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Blaðsíða 13
Munkarnir á Möðruvöllum,
effir Davíð Sfefánsson. (n.3.)
Mjög trúum vjer, að ljóðgleypandi kvenfólki þessarar þjóðar hafi brugðið í brún við að heyra
og sjá, hvað hann Davíð getur verið dónalegur, ef honum býður svo við að horfa, og illa erum vjer
sviknir, ef ekki leggur einhver framvegis aðra merkingu 1 orðatiltækið „að lifa eins og munkur“, en
hann áður gerði. Satt er það að vísu, að mjög er það rómað í þjóðsögunum, hve abbadísinni á Kirkju-
bæjarklaustri hafi oft verið ábóta vant, en aldrei hefðum vjer því trúað, að munkarnir á Möðruvöllum
væri líka svona.
En hjer er ekki tími til neinna klæðskerahugleiðinga. Vjer viljum hafa blákaldar staðreyndir í
listinni, eins og Jón Þorláksson, sem nú mun talinn valdamestur allra skjólstæðinga Spegilsins, og illa
mundi það sama oss að tefja hann frá ríkisstjórnarstörfum um hásláttinn, með hugmyndaflugi voru.
Þegar Túbalstjaldið hefir verið dregið upp og Skakspírstjaldið til hliðar, gefur að líta stofu í
Jeg vil aldrei, aldrei gefast upp, nei, nei, gefast upp nei, nei, gefast upp nei, nei.
Jeg vil aldrei, aldrei gefast upp, nei, nei, :| því um tíma og eilífð fæ jeg frægan Sigurð. |: (II. 8.)
9