Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Side 18
Kröfuganga í Borgarfirði: Kýrnar í Reykholti ganga til ráðunauts ríkisins eftir fjóshrunið. (Nú er eftir að
vita, hvort Guðjón reynist Q-Jón og lætur kúast af kúnum). (II. 6.)
5 konur undir fána kvenfjelagsins „Framsókn" og á Laugaveginum gengu 3 í sveit þá, er Guðmundur úr
Grindavíkinni stýrði. Höfðu þá alls bætst 10 við. En 10 x 120 eru 1200, og sannast þar, að Alþýðublaðið
hefir farið nákvæmlega rjett með töluna.
Á Austurvelli hafði ræðustóll verið reistur. Var hann útflúraður með rauðum rósum og Amorspílum
eftir bestu listamenn vora. Stigu hinir helstu mælskumenn samein. Alþýðuflokks og Framsóknar þar upp,
hver eftir annan, og lýstu óbeit sinni á íhaldinu og öllu þess athæfi. — Um innihaldið verður samt ekk-
ert frekar sagt, því orðaskil urðu illa greind. Er heldur ekki að furða, þótt illa heyrðist, yfir tólfhundr-
aðfaldan mannhringinn og Valtý að auki, sem enginn gat sjeð. Fellur því öll þessi mælska í gleymsk-
unnar djúp, því Alþýðublaðið er þreytt orðið á ræðuuppprentun, en Valtýr vildi ekki láta veru sinnar þar
getið. En minningin lifir, því Þorsteinn segir, að ræðurnar hafi verið góðar, en hann er líka skáld, og
talar auk þess vel um alla menn.
Að ræðuhöldunum loknum fór allur flokkurinn til ljósmyndara, og er myndin til sýnis í rófukassa
Alþýðublaðsins. Er þar sjón sögu ríkari um fjöldann, því þar eru allir þátttakendur sýnilegir, nema Valtýr.
Að þessu búnu dreifðist hópurinn. Fóru hinir upphaflegu 120 á fund niðri í Báru. Hvað þar hefur
gerst segjum vjer ekki frá. Oss dettur ekki í hug, að láta fara með oss eins og farið er með Magnús, að
lýsa oss lygara að því, sem að oss hefur verið logið, enda erum vjer alls ekki reiðubúnir að sverja.
Útvarpsræðu Haraldar um kvöldið gátu burgeisar aðeins notið, sem einir hafa efni á að hafa slík
áhöld. — Verði þeim að góðu!
14