Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Síða 19
Maður var nú þarna!
(Eiginlega lá maður nú ekki í leyni).
Selur sefur á steini,
svartur á brún og brá.
Dindill aftan á.
Maður lá í leyni.
Sáum vjer inn í salinn,
sett voru borð í hring,
og kallar alt í kring;
vel er þar margur valinn.
Þeir voru að þrefa um gengið,
þeir voru að tala um fje.
Sagt er þó, að það sje
oftast nær illa fengið.
Þeir voru’ að þræta um fleira,
þeir voru að nefna skrá
með ótal götum á.
(Helvíti var að heyra!).
Ein var þar inni meyja,
ekki var henni leitt.
Eg sagði ekki neitt.
Sumir voru’ eitthvað að segja.
Urðu þar orðasennur, ■ ""
illu var þar um spáð.
Köld eru kvenna ráð.
Rakarans bræði brennur.
Einhver er loðinn um lófa,
lífsins er járnbraut hál.
Mörg eru flókin mál.
Títan læðist sem tófa.
Hvað voru sumir að segja?
Sement var aðeins nefnt.
Mikið var mörgum skemt.
Það er víst best að þegja.
Spiritus malus (kogari).
Trochaeus.
Dísa litla þreytist,
og Dísa er svanninn minn.
í Dalakofa lifir hún,
að leika við vininn sinn.
Drykkjukrá!
Svívirtu ekki sveina þá,
er sækja listamannakrá,
og svartir eru á brún og brá
og bakvið tjöldin gægjast,
bakvið tjöldin í blíðviðrinu gægjast.
Hó, hí, há!
Sumir eiga enga þrá
aðra en þá að sofa fá,
en þeir verða að vaka hjá
vininum sínum eina,
vilta, litla vininum sinum eina.
Kling, kling, klá!
Enginn má í myrkri sjá,
og margir eiga sólskinsþrá:
Að mega vinu hvíla hjá, .
uns hjartað af löngun brestur,
karlmannshjartað kvalið af löngun brestur.
Dísa litla þreytist,
og Dísa er svanninn minn.
í Dalakofa lifir hún,
að leika við vininn siwn.
Örninn ungi.
Nýtt blað.
Fjelag frjálslyndra íhaldsmanna er tekið að gefa út nýtt blað, er nefnist ísland og mun draga
nafn sitt af gufuskipinu með því nafni. Virðist það vera kurteist blað og vel ritað. Eftir að hafa lesið
stefnuskrá blaðsins, er oss ei vel ljóst, hvert stefnir. Góð grein er þar um Gísla Johnsen, konsúl fyrir all-
ar Vestmannaeyjar, í tilefni af hausunar- og flatningarvjelunum, er hann hefir stofnsett hjer. Er ræð-
ismaðurinn lofaður mjög, en þó ei um of, og er oss ánægja að taka undir það og bæta við frá eigin
brjósti ósk um, að hann megi aldrei lenda í vjelum þessum í misgripum.
Frelsishetja Spegilsins.
15