Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Qupperneq 22
ekki korktrekkt mína skrifstofu, fyr en búið er að taka tvö eða þrjú sprúttskip á ný, .... þess vegna
ætlum við nú að framfylgja bannlögunum með alefli í nokkrar vikur, til þess að eignast nægilega mik-
ið af korki handa Stjórnarráðinu......„því korklaus stjórn er kraftlaus“, mundi Þórður kakali hafa
sagt“. -----
„En ætli sparnaðarnefndin, með Hannes í broddi fylkingar, leggi nú ekki til, að ráðherrarnir
verði bara tveir, þegar hún sjer, að það á að gilda öll þessi ósköp að korkhýða ykkur?“
„Kemur ekki til nokkurra mála“, ansaði hans excellenci. „Það ætti miklu fremur að fjölga ráð-
herrunum upp í þrisvar sinnum þrjá, því eins og Ólafur sálugi pái sagði: „Að því fleiri gáfaðra manna
ráð, sem saman koma í eitt, því klókari verða þau“.
„Satt er orðið“, svaraði jeg, „en annars minnir mig, að þjer kenduð mjer þessa setningu dálítið
öðruvísi, þegar jeg gekk til spurninganna hjá yður uppi í Borgarfirði“. — Hans hágöfgi hafði nefni-
lega fermt mig einu sinni á duggarabandsárum sínum, og ber mjer að minnast þess með þakklæti, því
það hefðu ekki allir prestar leikið eftir honum. —
„Já, það getur vel verið, Eyvi minn, en þá var jeg bara simpill sveitaprestur. Nú er jeg orðinn
æðsti prestur .... hm .... landsins, og verð að líta öðruvísi á hlutina en jeg gerði, meðan jeg var sa’k-
laus sveitapoki; eins og við kölluðum kler’kdóminn á skólaárum mínum“.
Mjer fanst nú, að jeg gæti ekki forsvarað það að tefja ráðherrann lengur, því jeg væri eigin-
lega að sóa verðmætum þjóðarinnar, með því að halda honum uppi á snakki einni mínútu lengur. Svo
stóð jeg upp og sagði: „Jeg segi nú eins og stendur í Sturlungu: „Innan lítils tíma munuð þjer aftur
sjá mig“.“
„Nei, Eyvindur", sagði hans hágöfgi, „þetta stendur þó andskotann ekki í Sturlungu, að minsta
kosti ekki í þeirri útgáfu, sem jeg á af henni“.
„Nú-ú-ú, hvar stendur það þá?“
Forsætisráðherrann klóraði sjer í höfðinu um stund, og sagði síðan: „Því er jeg nú bara búinn
að gleyma ............“. Eyvindur.
Skipun opinberra nefnda.
Frk. I. H. Bjarnason alþingismanneskja hefir borið á örmum sjer inn í þingið tillögu um, að setja
konur í allskonar nefndir í ýmsum málum, sem þar eru talin upp. Af þeim lítst oss best á tollmál, því
kvenrjettindakonur tolla aldrei heima hvort sem er, en hafa hins vegar gott vit á öllu þar að lútandi,
ennfremur byggingamálin, sem gætu farið vel úr hendi rambyggilegum konum, eins móttökunefndarstörf,
þar eru þær blátt áfram sjálfkjörnar, og voru líka að æfa sig að koma fram, ekki alls fyrir löngu, á skaut-
um, sem bendir á, að ekki muni þær gjörsneyddar íþróttahæfileikum, og gætu því, ef til vill, verið góð-
ar í Ólympíunefnd. En svo er tekið fram í tillögunni, að konurnar skuli vera færar, og er þar þarfur var-
nagli sleginn í þær. Nú getur það komið fyrir, að konur, sem setjast í nefnd, er situr lengi, hætti að
verða færar, m. ö. o. verði vanfærar, og er þá ekki annað að gera, en að hafa nægan fjölda varakvenna,
er geti gegnt störfum fyrir þær, meðan þær eru að komast í klassa. Sem varatillögu má koma með, að
láta ekki í nefndirnar nema sannprófaðar Vestumeyjar með hreppstjóravottorði, og skipa sjerstaka nefnd
til að gæta þess, að þær hafi alla þar að lútandi pappíra í lagi. Milliþinganefndamaður Spegilsins.
Vefarinn mikli frá Kasmír,
bók Halldórs Kiljan Laxness’s heldur áfram að koma út, undir þolinmæði rjettvísinnar. „Tíminn“ telur
hana svívirðilegustu bók, er út hefir komið á íslensku, og má af því ráða, að einhver ljós púnktur sje
í henni. Vjer munum bíða með ítarlegan ritdóm þar til er bókin er öll komin út; ekki dugar að kasta til
hans höndunum, þar sem hjer er um að ræða höfuðverk Halldórs, sem hann hefir gengið með árum
saman. Þórður á Kleppi Spegilsins.
18