Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Blaðsíða 25
Ný nefndarskipun. (Itl2)
Það vissum vjer þegar frá upphafi, að ekki þyrfti Spegillinn að skammast sín fyrir að styðja
núverandi stjórn. Getum vjer tekið undir með karlinum, sem var búinn að skera hestinn á háls og
sagði: „Jeg var feginn að það gekk svona vel — jeg hefði ekki borið það við annars“. Stjórnin hefir
sem sje, það sem af er, starfað mjög í anda Spegilsins, og verið umsvifa- og athafnamikil, svo sem lesa
má í blöðunum, sjerstaklega þó í greinum eftir J. J. í Tímanum. Síðasta afrekið er í því fólgið, að skipa
tvo menn í nefnd, til þess að telja upp og rannsaka áfengisbirgðir þær, er ríkið á geymdar í þeirri
stofnun sinni, er venjulega er nefnd „Steinninn". Stjórnin hefir, og auðvitað með rjettu, eins og vant
er, viljað vita, hvort ríkið, sem slíkt, væri „samkvæmisfært", ef góða gesti bæri að garði, t. d. eins og
sendiherrann frá Rockefeller, sem nú mun vera í ráði að sníkja af einhverja heilsustofnun eða eitthvað
þessháttar. Fleiri þarfir gestir geta og komið á næstunni, þótt Speglinum hafi ekki verið tilkynt það
enn. Eins og vjer lofuðum stjórninni, þá er hún tók við völdum, munum vjer eftir megni gefa henni
hollar bendingar í hvívetna, og hjer leyfum vjer oss einmitt skítpligtugast að koma með eina slíka. Það
er sem sje galli á nefnd þessari, að báðir mennirnir— þeir bræðurnir Felix Guðmundsson, sem í þessu
blaði er kyntur lesendum vorum, og Pjetur Zophoníasson, áður íhaldsmaður, en nú frelsaður — eru gú-
templarar, svo sem alþjóð og Alþjóðabandalaginu er kunnugt. Þetta er ekki heppilegt — með allri re-
verensíu að segja. í skýrslunni verður það greinilega að koma fram, hvaða sortir sjeu til, ekki síður en
hitt, hve margar flöskur. Gútemplarar þekkja ekki og mega ekki þekkja nöfn á sortum áfengis, og vill
því Spegillinn leyfa sér að bæta við einum manni í nefndina, sem þekkir þær til hlítar. Mætti í stað
hans ryðja öðrumhvorum bróðurnum úr nefndinni með hlutkesti, en hinn gæti svo verið teljari, en
sprúttfræðingurinn nefnari í þessu bannlagabroti. Bindindisstjóri Spegihim.
21