Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Side 26
(II. 12.)
Á hærri stöðum.
„Snáfaðu strax upp í Stjórnarráð, Eyvindur. Hafðu tal af ráðuneytinu og skrifaðu svo strax
grein um alt heila galeríið. Okkur vantar grein í blaðið. Fljótur nú“.
Þetta hrópaði aðalritstjórinn til mín á síðasta sumardag, og sá jeg þann kost vænstan að hlýða
tafarlaust, því annars átti jeg víst að verða rekinn frá blaðinu, og ekki vildi jeg verða fyrir því núna
undir veturinn.
Segir nú ekki af ferð minni fyrr en jeg kom í Stjórnarráðið og mæti þar einhverjum full megt-
ugum. „Hvar eru hinir nýju?“ spurði jeg. „Við höfum hjer annað að gera en lesa soleiðis bækur“, svar-
aði sá mektugi. „Auðvitað, en hvar eru ráðherrarnir nýju?“ „Þeir eru nú ekki nema þrír, og jeg held
það sje fjandans full nóg“. „Veit jeg það, en þeir eru nýir af nálinni samt, og jeg þurfti endilega að tala
við ráðunautið“, sagði jeg. „Það er nú ekki nema einn ráðherrann viðstaddur“. „Já, en hvar eru hinir?“
„Morgunblaðið og Vísir segja, að Magnús sje sigldur til að sýna sig og sjá aðra, svo að það er líklega
satt, en Tryggvi stendur í flutningum, og var rjett í þessu að leiða síðasta ungviðið yfir Gjallarbrú, en
svo köllum við hjerna brúna milli Laufáss og ráðherrabústaðarins“. — Að svo mæltu vísaði hann mjer
á dyr, — þó ekki útidyrnar, heldur á dyr Jónasar þess, er nú stjórnar guðs kristni á landi hjer og auk
þess svo mörgu öðru fleiru.
Þegar jeg er búinn að berja og heyra sagt „kom inn“, lauk jeg upp hurðinni á þeirri rauðu — þar
er sem sje alt fóðrað með rauðu — lit blóðs, elds og blygðunar — á skrifstofu Jónasar.
Þegar jeg kom inn, gaf mjer á að líta. Aldrei hefi jeg sjeð tígulegri sjón, og hefi jeg þó sjeð sitt
af hverju. Þar lá sjálfur ráðherrann í allri sinni lengd uppi á legubekk og var í óða önn að stjórna rík-
inu, bara öllu íslenska ríkinu, þar með taldar Þingeyjarsýslur og Vestmannaeyjar.
Jeg heilsaði hséversklega og stamaði eitthvað á þá leið, að mjer þætti verst ef jeg ónáðaði, því
nóg væri víst að gera.
„Já, nóg er til að sinna“, svaraði ráðherrann, „alt í niðurníðslu eftir fráfaranda, og blessað föð-
urlandið okkar allra eins og ógróin jörð, þ. e. a. s. flag. En „alvarleg störf á morgun“, eins og Har-
aldur segir, og mjer þykir bara ekki nema vænt um að þið komið hingað til að rabba við mig, þessir
fyrverandi kollegar mínir, sem enn eruð ekki nema blaðadrengir. Jeg meina drenglyndir blaðamenn, þeg-
ar jeg segi blaðadrengir, sbr. fardrengir, eins og Grimsbylýðurinn var kallaður á gullöld lslendinga“.
„Jeg kom nú fyrst og fremst til þess að óska til hamingju með upphefðina“, mælti jeg.
„Já, þetta er jeg nú orðinn, þó jeg væri ekki annað en óbreyttur alþýðumaður fyrir nokkrum ár-
um“, mælti Jónas og brosti ástúðlega.
„Hugsa sjer“, sagði jeg. „Og aðeins hás. . . .“ jeg ætlaði að segja, .... og aðeins háseti á þjóðar-
skútunni, .... en jeg hætti við það, því jeg var ekki viss um, að það væri heppilegt nú að minnast á
háseta og hásetaverkföll á þessum stað. - . ■ *■ .
„Mjer þætti gaman að heyra af yðar eigin vörum, ráðherra minn, hvað hefir komið yður áfram
í lífinu, og það með þessari líka litlu fart, því jeg ætla að skrifa hvatningargrein til ungra manna og
taka sem dæmi ýmsa heimskunna menn, svo sem yður fyrst og frernst, og svo ef til vill t. d. Rockefeller,
Júdas og Robespierre".
„Víst er það göfugt starf, að uppfræða og örva æskulýðinn, Eyvindur minn, en það þarf að ger-
ast með rjettu hugarfari. Það dugar djöfulinn ekki að æsa upp einstaklingsframtakið í þessum piltum“.
„Rjett segir þú, hinn frómi, yðar excellence“,svaraði jeg, „en jeg óttast ekki, að þótt þjer segðuð
frá yðar lífsreynslu, að það, út af fyrir sig, mundi leiða ungdóminn í þessháttar glötun“.
„Sje mínu fordæmi fylgt og það ekki fært út í öfgar, eins og svo oft hefir átt sjer stað, þegar
Pjetur og Páll hafa ætlað sjer að feta í fótspor mín og minna líka, þá er öllu óhætt. En, eins og þjer
vitið, Eyvi minn, þá er það ekki vani minn að tala mikið um sjálfan mig. Því ef jeg gerði það, gæti það
ekki vel orðið annað en hrós, ef satt skal segja. En jeg er svoleiðis gerður, að jeg get ekki sagt annað
en sannleikann og jeg hata alt sjálfshól. Svo þjer sjáið, að þjer hafið komið mjer í dálitla klípu með
þessum spurningum yðar“.
Jeg þagði og dáðist að orðum ráðherrans, en hann hóstaði dálítið og mælti síðan:
„En eins og þjer drápuð á, þá er ekkert jafn uppörvandi og göfgandi fyrir unga menn, eins og
að lesa æfisögur — eða þó ekki nema æfisögubrot — mikilmenna, og þess vegna held jeg það væri rangt
22