Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 37
Enginn skitu- og kláðagemsi, sem sjálfur er að reita af sjer lagðana, getur verið ótútlegri en loft
skólans. Hafa stór stykki fallið úr loftunum og stöðugt hætta á að fleiri falli svo að háski er búinn, þeim
er undir eru. Kveður svo að þessu, að með öllu má telja óforsvaranlegt, að dómsmálaráðherra skyldi fara
svo gálauslega með sitt dýrmæta líf, að stíga fæti sínum inn í skólann.
Engin belja getur verið skjöldóttari en veggir skólans. Að vísu hefir skólinn ekki verið oft málað-
ur, en altaf með nýjum og nýjum litum. Þar sem því slitið hefir verið af ýmsum ástæðum mismunandi,
koma allskonar litbrigði þarna fyrir, en þó þannig, að engum mun það til ánægju nema íhaldinu.
Gólfin eru þannig misslitin, að þar skiftast á stórir hólar og stórar lautir. Sýndi settur fræðslu-
málastjóri þar list sína og stóð á höfði á einum hólnum og snerist þar eins og skopparakringla. Var
það skringileg sjón.
Guðjón sagði, að ekki hefði verið kíttað með gluggum í síðustu 8 ár. Er það vitanlega sama og
aldrei hafi verið kíttað með þeim gluggum, sem nú eru, því hver rúða hefir auðvitað verið brotin oftar
en einu sinni á þessu tímabili.
33