Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Side 41
Magnús í rjettunum.
í Árnessýslu’ er einn sýslumann,
„Sýslumaður Arnesinga vill (sjálfur?) hafa alt óorð
af Skeiðarjettum". Vísir, 15. sept. ’28. (III. 19.)
ja, — svoddan og því-um-Iíkt.
Magnús Torfason heitir hann,
en hvao er að fást um slíkt?
Yms eru þjóðar minnar mein;
mörg plága’ á landi’ og sjó.
Magnús þessi er aðeins ein,
en andstyggilegust þó.
Ryðgað var Skeiða-rjettar-far,
— rosaleg næturferð.
Sigvaldi kaffi seldi þar
fyrir sanngjarnt okurverð.
Kelerí stint og kvennafar
kom fyrir þar við rjett.
Sveitapiltur og píurnar
pukruðust jafnt og þjett.
Þetta gat Magnús þolað ei,
— það var og tæpast von,
að saman væru þar sveinn og mey
sameinuð „lon og don“.
Otsendi því um Árnes-þing
ógurlegt dókúment.
Vafasamt hvort að vitfirring
verði um þetta kent.
Innihald þess var ærið þunt,
að andríki fremur lint.
Magnús ristir í ræðu grunt,
í riti’ ekki nokkurt kvint.
Mörg var þó í því meining ljót,
meyjum var bannað þar
að bregða undir sig betri fót
og bögglast í rjettirnar.
Sýslumaðurinn sjálfur þó
sást á þeim fræga stað.
Ullyndi miklu úr sjer spjó,
— innræti hans er það.
Móralskur þanki í Magnús flaug,
maðurinn þaut á stjá
sæi hann einn með saklaust spaug
sauð nálægt geldri á.
Mjög fór í taugar Magnúsar
móður að fornum sið
ættu menn bak við bifreiðar
brennivínsflöskur við.
Margt var þar brallað ljóst og leynt,
Iögmannsins gagnlaust ramb.
Læddist hann fram á Bakka beint
boginn, með lækkað dramb.
Af þessu máttu, sál mín, sjá
syndanna stóru mekt.
Yfirvöld landsins ekki fá
ósköpum þeirra hnekt.
Best er fyrir oss, Magnús minn,
að mannorði voru’ að gá.
í rjettir farðu’ ekki annað sinn.
Amen! — Hale-Iú-já.
Z.
37