Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 49

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 49
Frídagur verslunarmanna Spegilsins. „Það er holl hreyfing að keyra í bíl“, segir einn stabíll íhaldsfrömuður þjóðar vorrar einhvers- staðar í spakmælasafni sínu, sem mun eiga að gefa út að honum látnum, til ágóða fyrir líkið. Þar eð jeg er eindregið á sama máli og spekingur þessi, var jeg ekki lengi að skoða huga minn um, hvort jeg skyldi taka þátt í þessu móti á Álafossi — svo vel hafa þau Álafossmót, sem á undan eru gengin, farið úr hendi, og verið dásömuð í blöðum vorum, og í besta blaðinu — Speglinum auðvitað — meira að segja í ljóðum. Að vísu er jeg nú ekki verslunarmaður í þessa orðs bestu merkingu, því þegar jeg gef vit- laust til baka, er það altaf sjálfum mjer í óhag, og yfirleitt fæst jeg ekki við kaupsýslu, nema þá sjald- an jeg er að prakka inn á Spegilinn afurðum anda míns, og synd er að segja, að jeg snuði á þeim — blaðið sjer fyrir því, og er nógu glögt að sjá út á hvaða stigi blankheitanna jeg sje og haga prísunum eftir lítilþægni minni í það og það skiftið. Jæja, jeg greip kjaftatólið og pantaði mjer far hjá bifreiða- stöðinni Kollhnís, sem er þekkt fyrir fljótar ferðir niður Kamba, og brennir jarðolíu. Samferðafólkið var kaupsýslumaður einn, sem kallar sig direktör, síðan hann stiklaði á útskefjum laganna gegnum um síð- asta gjaldþrotið, en áður var hann bara kaupmaður, ennfremur tveir sprúttþefarar með pólitískilti í buxna- klaufum og svardagaslefju í munnvikum, og tvær púðurskessur, óágiskanlegar að aldri, starfi og siðferðis- gráðu. Loks voru smábörn til að stoppa með það pláss, sem þá var eftir í fimm manna trogi. Skamt er frá að segja, að ekkert gerðist kraftaverka á leiðinni annað en það, að allur þessi söfnuður komst lif- andi og til þess að gera ómeiddur að Álafossi, og var alt fánum skreytt, fjelaginu og Álfyssingum til hins mesta sóma. Hátíðin skyldi hefjast kl. 2 og stóð það alt saman heima, að kl. 3 stundvíslega stje Erlend- ur Pjetursson, sem útivindillinn er kendur við og Skuggasvein ljek, í pontuna og setti mótið, bjóðandi rjettláta og rangláta velkomna. Var það vel, að Erlendur hafði fengið þá raddar- og dramatúrgíu- æfingu, sem Skuggasveinn hafði honum ljent, annars hefði aldrei orðið sú ánægja að heyra í honum, sem raun varð hjer á. Jón Þorláksson verkfræðingur mælti fyrir minni verslunarstjettarinnar og sagð- ist vel. Hefði jeg aldrei getað trúað því, að andi Jóns gæti hafið sig jafn rösklega hátt upp yfir alt þak- járn, sement, hnjerör, miðstöðvarofna, skrúflykla og vatnsklósett, sem hjer gerði hann. Gerðust þeir fjelagar — andinn og Jón — svo skáldlegir, að óblandin unun var á að heyra, er Jón mintist þess, að verslunarstjettin væri blóð þjóðarinnar og fleira því um líkt. Persónulega finst mjer fjandinn mega þakka henni, þó svo sje; það lengi er hún búin að sjúga blóðið úr landsmönnum, að hún ætti ekki að þurfa að drekka Fersól frá Thorarensen nje jeta skeifnajárn frá Hemco sjer til blóðstyrkingar. Var gerður hinn mesti rómur að máli Jóns, „og var auðheyrt, að Framsókn átti engin ítök á fundinum", eins og stundum stendur í Ihaldsblöðunum. Á eftir söng kór af rukkurum hið ágæta kvæði: „Þú unga stjett ....“. Fanst mjer það orð í tíma talað, að ef þeir væru þar að tala um sína eigin stjett, væri engu spilt, þótt hún yrði ekki gömul, en annars var þetta einna ánægjulegasta atriðið á skemtiskránni að sjá þá svona marga samankomna í jafn friðsamlegum tilgangi. Einnig hjelt Sigurður Eggerz ræðu og tókst vel að vanda, enda var hjer enginn Jón í Kompaní- inu til að keppa við hann, eins og daginn, sem Ingólfur var afslöraður á Arnarhóli, en þar hefir Sig- urður verið einna hættast kominn í folahlaupi mælskunnar. Þá fór og fram sund og hnefaleikur og mátti sjá ánægju í svip áhorfenda, að þeim íþróttum loknum. Álafosshlaupið var í þetta sinn þreytt upp í mót, þ. e. a. s. frá Reykjavík, og tapaði Magnús Álafossmarathonshafnarfjarðarægissíðucarnegie- hlaupari því með snild, en maður úr Kjósinni vann. Er þar enn ein sönnun á notagildi og vítamíninni- hald Kjósarostsins, sem lengi hefir verið Evrópufrægur og ku eiga að taka þátt í næstu ólympíuleikum. Enn er ógetið um glansnúmerið, sem sje Njálufilmuna, sem mun eiga að endurtaka 1930. Gekk Sigurjón-Skarphjeðinn þar á fund Þorkels Háks (sem var útbúinn sem katólskur dýrlingur), og skip- aði honum með all-hæðilegum orðum að slíðra sverð sitt, ella klyfi hann hann bara í herðar niður. Varð Keli auðvitað skíthræddur — og gerði sem fyrir hann var lagt. Litlar breytingar höfðu orðið á leiknum frá því er jeg sá hann á ungmennafjelagsskemtun fyrir 15—20 árum, nema hvað málið hjá Skarphjeðni hafði verið fært lítillega í nýtískuhorf, til þess að hjálpa við eftirtekt og skilningi unga kynslóðans, og eins hafði öxin Rimmugýgur verið eldborin og skerpt upp með hófrasp Sigurjóns. Á und- an sýningunni hjelt settur fræðslumálastjóri, Helgi Salómonsson Hjörvar, kennari og rithöfundur, stutt erindi til skýringar fyrir Njáluófróða menn, og var klappað stíft, er hann hætti. Var fróðlegt að sjá þarna samtímis Sigurjón sem fornmann, alinn á súrsmjeri og tuddaketi, sterklegan og glæsilegan, og 45
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.