Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 51
engin erfisdrykkja eða annar mannfagnaður má án enda, ef vel á að fara. Mátti þar sjá allskonar
dans troðinn undir tónum fimmfaldrar konsertharmonikku (model Eriksen) — alt frá deyjandi svan
á la Brokk-Nielsen til sprelllifandi gæsar á la Bolskokk-Hanson. Ennfremur mátti sjá Blues, Svartadaus
(Black Bottom) og stóðhestapolka. Hátíðin endaði á því, að skotið var eldflugum af hæð einni þar ná-
lægt, með þeim árangri, að kviknaði í heysátu, er Sigurjón átti, en fyrir vasklega framgöngu slökkvi-
liðsins var eldurinn kæfður, áður en mikill skaði var skeður. Var þá farið að líða að miðnætti og hypj-
uðu sig þá burtu þeir, er ferðafærir voru, og þegar þetta er ritað, munu allir fundarmenn vera fallnir
í svefn hinna rjettlátu, nema jeg, sem er að enda þennan pistil, og svo Sigurjón, sem er að spekúlera
út, hversu mikið hann skuli draga frá fyrir heyskemdirnar, þegar hann semur skýrslu sína til skatta-
nefndarinnar í Moskó. Hrökkálafosshlaupari Spegilsins.
47