Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 60
Varðar-Psálmur. ,,
Eftir því sem oss er tjáð, er hið hýja hús „Varðar“ einkum og sjer í lagi brúkað fyrir bænasam-
komur, og er það síst að lasta. Birtist hjer Psálmur sá, er sunginn mun hafa verið við vígslu hússins,
eftir því sem fregnritara vorum heyrðist hann vera, er hann stóð á hleri utan dyra.
Húsnæðislaus var herrans lýður
hörmung og písler þolandi,
ángistar nædde stormur stríður
stundum fram yfir miðnætte;
utan dyra var allt vort ráð.
— 1 haldsbrautin er þyrnum stráð. —
Hundvotir undir húsagöflum
hýmandi stóðum marga tíð;
útandskotaðir upp að nöflum
í illviðrum og kafaldshríð.
Útskúfað var fyrir utan spje
íhaldsfólkið á jörðinne.
Þannig er hegðan heimsins barna,
húsaskjól banna þjökuðum;
fólskuverk slíker fremja gjarna,
forhertir þjóna djöflinum;
glötunar þramma státnir stig,
steðjandi’ í býsnin skelfileg.
Forðast þú, önd mín, alla slíka,
athuga grant og hygg að því,
óforbetraðer enda líta
í Helvíte með kurt og pí.
Hver úti sperrar Herrans her
á himnum má svei mjer gá að sjer.
56