Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Síða 61
„S/óro málið". m
I gamanblaði danskra íhaldsmanna, Morgunblaðinu, sem gefið er út hjer á landi, birtist s.l. sunnu-
dag mjög eftirtektarverð grein, og á danskurinn miklar þakkir skilið fyrir hana, eins og margt fleira. Er
þar rjettilega ráðist á núverandi stjórn fyrir nafnabreytingar á íslenskum kaupstöðum. Blaðið kallar
þetta „stóra málið“, og er það rjettnefni, því mál þetta er afskaplega stórt og engu minna en sum af
málum þeim, er Magnús löggilti forðum. Að vorum dómi líkist mál þetta hinu illræmda nafnafölsunar-
máli í Skaftafellssýslu, sem hjet Axarskaftafellssýsla meðan Jón Kiartansson var þingmaður. Aftur get-
ur verið álitamál hvort þetta megi kallast ,,nafnaþreytingar“; það fer eftir því frá hvaða sjónarmiði það
er skoðað. Oss þykir líklegt, að danir muni kalla það nafnbreytingar, því þeir hafa frá því á einokunar-
tímunum verið að beriast við að breyta nöfnum íslenskra kauntúna, en þó hafa þessi dönsku nöfn aldrei
orðið viðloða heima í hieruðum og jafnvel víðar. T. d. fæst enginn maður til að kalla Akureyri „öfjord"
þótt það sje riettara. Það er líka grátlegt, að dönsku kaupmönnunum skuli enn ekki hafa tekist að kalla
Diúnavog „Berufiörð“. Svo eru Bevðfirðingar afskanlega á eftir tímanum. að hafa aldrei fengist til þess
að kalla kaupstaðinn annað en Búðarevri, eins og þó hefir verið reynt að koma nafni fjarðarins á kaup-
staðinn. Svo er og um Breiðdæli, að það er eins og að berja höfðinu við stein, að fá þá til að kalla Þver-
hamar „Breiðdalsvík“. En Þverhamar eru háir klettar, og er Breiðdælum því nokkur vorkunn, þótt þeir
vilji ekki kalla þá „vík“. Sama er að segja um Kirkjuþól við Mjóafjörð. Austfirðingar hafa nú til þessa
verið afskektir, og er von, að þeir hafi átt erfitt með að fylgjast með tímanum, en Vestfirðingar hafa
enga afsökun, og þó eru þeir að minsta kosti ekki þetri. Til skamms tíma hafa þeir kallað „ísafjarðar-
kaupstað“, Skutilsf jarðareyri, og ekki er að tala um hina kaupstaðina. Vestfirðingar nefna þá aldrei öðr-
um nöfnum en þessum þúsund ára gömlu, leiðinlegu, úreltu nöfnum, sem fyrir löngu ættu að vera úr sög-
unni. Eins og t. d. Vatneyri, Þingeyri, Bíldudalur o. s. frv. Þá eru Strandamenn ekki barnanna bestir,
því þar kveður svo ramt að menningarleysinu, að þeir mundu t. d. ekki skil.ia, að átt væri við Óspakseyri
ef nefndur væri Bitrufjörður, og ef einhver Strandamaður væri sendur með brjef sem skrifað væri utan
á til Reykjarfjarðar, þá myndi hann sennilega fara með það til Þórarins þónda í Reykjarfirði. í stuttu
máli sagt, hafa danir átt nógu örðugt uppdráttar með þessa menningarstarfsemi sína, þótt þeim sje ekki
gjört ennþá erfiðara fyrir með því að prenta þessi af gömlu sveitamannanöfn á opinþerar ferðaáætlanir.
Það hefði verið meira vit í því að hjálpa þeim við þessa starfsemi, og koma öllum þessum gömlu nöfn-
um fyrir kattarnef. T. d. hefði fyrir löngu átt að vera búið að nefna Reykjavík „Faxaflóa“ eða að minsta
kosti „Kollafjörð", síðan moðhausarnir komust hjer á gang. Borgarnes ætti líka að heita „Borgarfjörð-
ur“ og kaupstaðurinn í Borgarfirði eystra auðvitað líka Borgarfjörður. Svo ætti Eyrarbakki og Stokks-
eyri auðvitað að heita Eyrarbakkabugt. Kaupstaðurinn á Hornafirði ætti alls ekki að heita Höfn. Það er
heldur ekki vansalaust að Þórshöfn heiti annað en Þistilfjörður eða Húsavík annað en Skjálfandi. Þá ætti
Sauðárkrókur að heita Skagafjörður; Blönduós Húnaflói, Hvammstangi Miðfjörður, Borðeyri Hrúta-
fjörður. Stykkishólmur, Flatey, Sandur, ólafsvík og Grundarfjörður ætti að heita Breiðafjörður o. s. frv.
En Guð má vita hvað Grímsey ætti að heita. Já, það má með sanni segja. Með grein sinni hefir Moggi
unnið þarft verk, þar sem hann mótmælir þeirri óhæfu, að reynt sje að eyða dönskum áhrifum hjer á
landi. En hvar stæðum vjer á menningarbrautinni ef danir hefðu ekki sífelt verið að reyna að halda oss
upp úr sorpinu með því að veita nýjum og nýjum menningarstraumum inn í landið?
Dvínuðu reynslu daprar tíðir,
dýrðlegt gjörðist í heiminum,
athvarf nær fundu ihaldslýðir
með Utandyraþægendum.
Þá historíu hermi jeg,
hús þetta stár við Kalkofnsveg.
Dæmalaust er hann Drottinn góður,
dásamleg eru verkin hans,
ó, hve vor hefir aukist sjóður,
alt er í hendi gjafarans.
Sæluhús gaf hann sinni hjörð,
syngjum vjer eina þakkargjörð.
Amen.
57