Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 63
latrophobia Jónasar. w.a,
í læknablaðinu hefur Guðm. Hannesson getið sjúkdóms hjá Jónasi, sem hann nefnir „Iatroph-
obia“. Meðan þetta var aðeins í læknablaðinu, gerði þetta ekkert til, því enginn les læknablaðið, ekki
einu sinni læknarnir sjálfir. En nú hefur Morgunblaðið tekið þessa ritsmíð prófessorsins upp, og
þar með komið henni út um alt land. Höfum vjer því ekki haft stundlegan frið síðan, því alstaðar
að af landinu drífa að fyrirspurnir um það, hvað, hvað þetta fjandans orð þýddi, og voru menn óró-
legir mjög, sem von er, þar sem þetta snertir þjóðarinnar mesta mann. — Vjer snjerum oss því til
sjerfræðings Spegilsins í þesskonar sjúkdómum og fengum hjá honum eftirtalda skýringu, sem vjer
hjermeð flytjum lesendum vorum:
„Iatrophobia þýðir læknishræðsla, og er nokkurskonar taugabilun, sem að mestu kemur aðeins
fyrir hjá smábörnum, en hjá fullorðnum tæpast nema þeir hafi fengið með þessa bilun frá barns-
alflri. Er bilunin þrálát og mjög vandfarið með sjúklinginn“.
Samkvæmt þessu áliti sjerfræðingsins er svo að sjá, sem Jónas hafi gengið með þessa iat-
rophobiu frá því hann var barn, og stafar sennilega af þessari veiklun, hve lítið honum hefir get-
ist að nafna sínum Kristjánssyni á undanförnum þingum og jafnvel að landlækni líka alt fram á
síðustu stundu. Hefur þessi hræðsla sennilega verið æði hvimleið, en bót er í máli, að Jónas hefir
lítið þurft á lækni að halda og hefur ekki verið kvellisjúkur um dagana. Hefur hann ekki þurft að
59