Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Side 69
Ný kúgun.
Öllum oss mun það 1 fersku minni, hvernig Spánverjinn kúgaði oss hjerna um árið. Sú kúg-
un varð þess valdandi, að bæði jeg og aðrir hafa iðuglega verið drukknir, hvað vjer ekki myndum
hafa verið kúgunarlaust. Með öðrum orðum, Spánverjinn kúgaði þá veiklyndu af oss til að drekka
og var meira að segja mesta furða að þeir sterkari skyldu ekki líka verða f.yrir barðinu á honum,
og er það reyndar síst þingmönnunum að þakka, þó ekki færi svo, því þeir myndu hafa samþykt alt
og gengið inn á alt, þó Spánverjinn hefði beint skipað öllum að drekka og drekka mikið. Og þessir
sömu þingmenn myndu víst ekkert hafa skammast sín, þó Pjetur Zoff., Sigurður Jóns, Pjetur Hall-
dórsson, stórtemplar, Ástvaldur o. fl. hefðu verið kúskaðir til þess að ganga hjer slagandi um göt-
urnar.
En þetta er nú útrætt mál, en vaktist hjer upp, þegar þessi nýjasta kúgun kom í hugann.
Eins og kunnugt er bæði af þingræðum o. fl., hefir ógrynni af skeytum rignt þessa dagana
út af íslandsbankamálinu. Er það frá erlendum fjármálamönnum, aðallega breskum, sem eru að
telja oss trú um það, að vjer glötum lánstrausti voru erlendis, ef vjer ekki opnum aftur Islands-
banka. Með öðrum orðum, þeir eru að gera tilraun til þess að kúga oss til þess að opna bankann.
Fyrsta spurningin sem fyrir oss verður, er því sú, hvort þessir erlendu fjármálaspekingar
hafi'nokkuð betra vit á þessum málum, en vorir eigin fjármálaspekingar t. d. eins og fjármálaráð-
herrann, sem hefir opinberlega lýst því yfir, að lokun hafi engin áhrif á lánstraustið. Vjer vitum þó
um fjármálaráðherrann, að hann hefir búið sæmilegu búi norður í Eyjafirði, bætt jörðina sína og
aukið eitthvað fjárstofninn, og sýnir þetta hvorttveggja að hann er fjármálamaður. En hvað vit-
um vjer um þessa útlendinga, sem hjer eru að gjamma? Ekki neitt. Vjer vitum ekki nema þeir
hefðu fyrir löngu verið komnir á sveitina, ef þeir hefðu átt að búa á Eyrarlandi; og það er skylda
65