Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Síða 76
Fluíningur ríkisfjárhirslunnar fil Arnarhváls.
1. október er eins og kunnugt er flutningsdagur, sem margir hugsa til með kvíða og hrolli, og
sæll er sá, sem ekki þarf að flytja. Misjafnt legst samt flutningsþunginn á mennina, þegar að alvöru-
stundinni kemur. Kotungarnir geta látið sjer nægja hjólbörur og þurfa engrar hjálpar við, til þess að
koma búslóðinni á milli kjallaranna, en ríkisbubbarnir — sem reyndar flytja nú sjaldan ■— þurfa
heila röð af bílum með sam-
svarandi bílstjórum og öðr-
um aðstoðarmönnum, til þess
að flytja farangurinn úr ein-
um stað í annan. Þá er einn-
ig misjafnlega farið með
það, er flytja skal, og því
meira, sem flutt er, því meira
er líka venjulega af dýrmæt-
um munum, sem gjalda verð-
ur varhuga við, að komist
heilu og höldnu á áfanga-
staðinn.
Nú í haust þurfti einn rík-
isbubbinn að flytja búferl-
um, og það var hvorki meira
nje minna en rlkissjóðurinn
sjálfur. Ef þetta hefði skeð
í Ameríku eða jafnvel í
London, þá hefði að sjálf-
sögðu mátt sjá meðfram
flutningsvögnunum vel vopn-
að riddaralið og brynjaðar
bifreiðar. Slíkt varnarlið var
samt ekki hægt að hafa hjer,
því allur vígbúnaður er í lak-
ara lagi, og hefði getað svo
farið, að menn hefðu alvar-
lega saknað ríkislögreglu þá
stundina, ef hún hefði þurft
þar nokkurs að gæta. En eins
og til hagar nú, þarf minni
varúðarráðstafanir hjer við
þetta tækifæri en hjá áður-
nefndum nágrönnum vorum,
vegna þess, að eftir litlu er
að seilast. Og er oss jafnvel
ekki grunlaust um, að ríkis-
fjehirðir, ef til vill með að-
stoð ríkisbókara, hefði getað
flutt ríkissjóðinn í vösum
sínum — NB. án umbúða —,
án þess að nokkur hefði grun
um, að þar væri nokkuð til
fjefanga; í hæsta lagi, að einhverjum hefði dottið í hug, að þeir væru með flöskur, og hefði það reynd-
ar verið bara betra, ef lögreglan af þess konar misskilningi hefði labbað með þá á stöðina.
72