Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Síða 77

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Síða 77
Bændakjötið. I fyrra auglýsti Sláturfjelag Suðurlands, að það keypti ull af meðlimum sínum, en líklega hafa sveitakarlarnir ekki þótt góðir til ullar, því nú um daginn skýrir Moggi frá því, að mikið af íslensku bændakjöti sje komið á markaðinn. — Ennfremur talar sama blað um það, að Tryggvi Þórhallsson hafi ekki viljað kaupa kjöt af íslenskum bændum, heldur hafi hann keypt reiðinnar firn af kjöti af dönskum svínum og alikálfum, en íslenska bændakjötið hafi víst ekki þótt nógu fínt. Á þessu hneyksl- ast svo Moggi, og er svo að sjá, sem hann álíti ekki þetta bændakjöt svo gróft, að ekki mætti svæla því í sig, ef þetta baunverska svínakjöt væri ekki komið inn í landið til að spilla fyrir markaðinum. En Alþýðublaðið tekur þessari fregn með miklum fögnuði, og tekur hana þegar upp til þess að gleðja les- endur sína. Spegillinn er, eins og allir vita, social-kommunistiskt-framsóknar- og stjórnar-blað, og erum vjer því afskaplega sammála samherjum vorum, bolsum, að þetta sje mikið gleðiefni, og ber margt til þess. í fyrsta lagi er gott til þess að vita, að þarna er komin ný vara á markaðinn, og það vara, sem ómögu- lega getur verið dýr, því hingað til hefir þessu altaf verið fleygt eins og hrossakjötinu í gamla daga. Það er því alveg víst, að þetta getur orðið mörgum flokksbræðrum vorum björg í búi, því bændakjöt- ið er þó altaf fullgott handa alþýðumönnum. Það er alt annað, þótt sjálfur forsætisráðherrann vilji ekki leggja sjer það til munns. 1 öðru lagi þykir oss mjög vænt um, að þessi vöruframleiðsla skuli koma niður á bændum, því þeir verða aldrei jafnaðarmenn hvort sem er — sem ekki er von — og er því ekki hægt að hafa meira gagn af þeim á annan hátt en þennan. Þá má ekki gleyma því, að þetta er gleðilegt tákn tímanna, því það bendir til þess, að íslendingar sjeu nú loks að læra að semja sig að siðum þeirra öndvegisþjóða, sem „Kannibalar" nefnast, og er það vonandi að sú stefna haldi áfram að þróast. En þess má geta, að Kannibalar hafa, að því er vjer höfum heyrt, mjög svipað stjórnarfyrirkomulag og sömu siðferðisskoðanir og vjer jafnaðarmenn berjumst fyrir. En það hafa nú reyndar Eskimóarnir líka, og jeta þeir þó ekki bændakjöt, en þeir jeta selkjöt, sem einnig er gróft, svo maður ekki nefni hvala- þvestið, sem er allra kjötva grófast; enda segir Knud Rasmussen, að Eskimóar hafi algerlega kommún- istiskt stjórnarfyrirkomulag, og eru því öllu fremri en venjulegir Tímabolsar. Svo er það, að vjer jafn- aðarmenn viljum berjast fyrir því, að jarðirnar verði teknar af bændunum, en það hefir því miður ekki fengið góðan byr enn þá, og höfum vjer því ekki þorað að setja það mjög á oddinn að svo stöddu, heldur ætlað að bíða betri tíma. En Ólafur Dan. segir, að það sje sama í hvaða röð tölustafir sjeu lagðir sam- an; það ætti því að vera alveg eins mikið þjóðþrifaverk að taka bændurna af jörðunum, og hlýtur að hafa nákvæmlega sömu afleiðingar. Vill Spegillinn því beita sjer fyrir því, að hin síðarnefnda leið verði heldur valin, því samkvæmt þessari fregn virðist hún vera mjög auðveld, og er auk þess miklu öruggari og hættuminni, því bændurnir gætu kannske látið sjer mislíka, og hætt að kjósa jafnaðar- menn á þing, ef jarðirnar væru teknar af þeim, en jarðirnar myndu ekkert gera, þó að bændurnir væru teknir. Að svo mæltu viljum vjer skora á alla góða menn að nota sem mest af þessari nýju vöruteg- und, svo hægt sje sem fyrst að bæta nýjum birgðum á markaðinn. Alþýðumenn, kaupið kjöt af íslenskum bændum! Virðingarfylst, Sláturfjelag Spegilsins. En enginn má þó skilja það svo, að ríkissjóður vor sje svo lítils virði, að hægt hefði verið að flytja hann að kotungshætti, á hjólbörum, því að þó sjóðurinn sje sjálfur ekki þungur nje fyrirferðar- mikill þessa stundina, þá eru umbúðirnar bæði geysimiklar og dýrmætar, því einjs og gefur að skilja, er ekki skift um þær eftir því, hvort mikið eða lítið er í sjóðnum, heldur eru þær miðaðar við það, er mest var troðið í þær á velmaktardögum Jóns Þorlákssonar, og fyrstu dagana eftir að Magnús tók enska lánið, — það er að segja áður en Islandsbanki fjekk tækifæri til að sóa því öllu. Mikill undirbúningur var því undir bústaðaskiftin, og er bílhlassið lagði á stað, gekk ríkisfje- hirðir á undan, með alvarlegan og hátíðlegan svip, en ríkisbókari á eftir, og mátti á honum sjá, að hann myndi tilbúinn að reyna, hvort ekki væri eitthvað eftir af gömlum merg, ef á þyrfti að halda. Þar næst gengu dömurnar, með spegla sína, bursta, greiður og töskur, en umhverfis skipaði lögreglan sjer með kylfur á lofti, undir forustu þess ameríska. — í Landsbankanum ríkti dauðaþögn í 5 mínútur á meðan flutningurinn fór fyrir hornið, en forseti Fiskifjelagsins stóð á tröppunum og veifaði hattinum í hálf- tíma á eftir. Ríkissjóðsfrjettaritari Spegilsins. 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.