Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Síða 78
H.f. Bræðingur.
Heill sje þjer, eldgamla íslenska jörí,
með ötula sjálfstæÖismenn.
Þeir sjá þaÖ, sem líta í Vísi og Vörð,
aÖ vorhugur lifir hjer enn.
í fatnaði góÖum frá GuSríÖi Bramm
þeir gengu meÖ fagnandi sál
og köstuSu íhaldsins hrörlega ham
sem hetjur á logandi bál.
Og ertu’ ekki hissa’ á því, ástkæra Frón,
hver orka me'S þjóÖinni býr,
að Krossanes Magnús og Knútur og Jón,
þessi kafloÖnu vandræða dýr,
þeir skyldu frelsast. — Mörg firn geta skeÖ
og fæst er hjer púkkandi á.
Nú syngja þeir Mölleri’ og Siguríi meÖ
eitt sjálfstæÖis hallelújá.
Alliance’ Jóni’ ekki á þetta leist,
við íhaldið skildi hann fár,
fanst þessir karlar þeir fara of geyst,
og fjekk sjer eitt brennivínstár.
Samt gekk hann í Bræðing þá blíðviðrisstund,
er Bræðingur stofnaður var,
með krónu og dollar og peseta’ og pund
og pytluna ílentist þar.
Magnús vor dósent þar dinglaði með
og dró þá sín augu í pung,
hann hefir alstaðar liðið sitt Ijeð,
ef laun voru rífleg og þung.
Og Möller var drjúgur og daðraði flátt,
með dálítinn ánægjusting;
hann fann nú fjekk vonin í vængina mátt,
þessi von um að komast á þing.
Þar til gat Möller vor mælskunni beitt,
að magnaðist sjálfstæðis rok.
Af Ólafi Thórsara ekki sást neitt,
nema endalaust hyldýpis kok.
Og Ingibjörg jafnvel á öndinni stóð
á allskonar bandalag fús;
jómfrúin síðast úr sætinu tróð
— bauð Sigurði og MöIIeri dús.
Sigurður Eggerz af sjálfshóli á
og sjálfstæðisrembingi nóg,
sjálfselskan vaggast um vanga og brá
í voðfeldri lyriskri ró.
Sem Fenger og Valtýr hann finnur og sjer
að flest er hjá danskinum trygt,
í aldönskum banka hann hefir því hjer
sitt hreiður af skilningi bygt.
Hann talar um frelsi við lítt mentan lýð
með látbragði í fasi og tón;
á stofnfundi Bræðings hann staðfesti um síð
sinn stuðning við Magnús og Jón.
Nú tekur hann fætur á torgunum hátt
og tyllir sjer knæpunum á,
því hann verður ætíð við íhald í sátt
um eilífðir hjeðan í frá.
Jónas er hræddur og hjerumbil frá
— og hvað það er manninum líkt. —
Hann er að farast með alt, sem hann á,
óvátrygt fylgi og slíkt.
Nú fara sigrandi sjálfstæðismenn
um sveitir og kaupstaði lands
og taka víst brátt það sem toilir þó enn,
úr tagli þess ágæta manns.
Já, heill sje þjer, Bræðingur, haltu nú vörð
með heiðri á landi og sjó,
brennivínseklunni’ á íslenskri jörð
þú ættir að koma í lóg.
Og fylgi þjer Kjartan á komandi tíð
og Clausen og allskonar dót.
Og niður með alla, sem yrkja’ um þig níð,
en upp þá, sem mæla þjer bót. Z.
74