Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 84
4
ljóSs biðk allar
helgar kindir“.
Ungir og gamlir
orS mín heyri.
íhald og Framsókn
fléttast saman
á Einkasölu
örlagastund.
Einkasölumenn,
þjer sem unnuð hnossið,
— kom hnífur í feitt —
klingið glösum saman.
En munið að sá staður,
sem þið starfið á,
er voða vafinn,
vfgður Kveldúlfi.
Síld jeg lýsi
og síldarmáli.
Lýsi síldarsumri
um Siglufjörð.
Lýsi jeg kverkun
og kvennaförum.
Lýsi’ eg Einkasölu
of land alt.
y mikla skaparans skepna,
sem dulin í djúpinu býrð.
Þjer lúta allir og þitt er valdið,
þín er öll torgsins dýrð.
Við þig eru allir að eltast,
forlög vor flækjast um þig,
sem byltist blikandi í sjónum
og bönkunum ríður á slig.
Ur þjer lagar Bogga bollur,
jafnt burgeis og öreigans son
fyrir þig lifa og líða.
Þú ert löngun og öll þeirra von.
Og lýðurinn lofsyngur þig
í heiminum hjer,
þótt enginn skynji nje skilji
þær skuldir, sem leiða af þjer.
Við altari Einkasölu,
við blótstall bolsanna hofs
Internationalen
þjer einni til lofs
er beljað og bölvað og sungið.
Hver hugsun er helguð þjer.
Þú jólhelg ert jafnaðarskepna
frá júlí til september.
Þú gefur veikum viljann
og vonsviknum háseta sorg,
og Óskari’ úr Bakka aura
til eyðslu á Hótel Borg.
Þú mikla skaparans skepna,
þú býrð til alt landsins brall.
Þú færir Svíum allan auðinn
og Einari tólf þúsund kall.