Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 85
III.
jer Norðmenn og Svíar af konunga kyni,
sem kryddið og saltið um plönin ber.
Þið stýrið eftir ástanna skini
að ungfrúaskaranum norður hjer.
Synir og frændur með karlmennsku kjarki,
í kvensemisþjarki,
þeir bæla hjer brekkur og lautir
við blikandi Whisky-hnalla;
og stúlkurnar spikfeitar spjalla.
Og Monopóls-meyjarnar syngja,
mannkynið fúsar að bæta og yngja,
Hvanneyrarskálin
og Hyrnan, þær bergmála enn:
Heill yður, norrænu hetjur,
heill yður, Norsarar, kvensterku menn.
síldfagur
svangur og magur
með gildan gullsjóðinn,
er geldur þjóðin,
öreiginn snauði,
Einar hinn rauði,
Leiftrar ljósblettum
af lonníettum.
V.
13 liðin sumur líða hjá
og leiftrum slá
á Rauðatorgið til og frá,
á tunnukös,
á ys og ös.
Og hjer fær síldin mannlegt mál
og mikla sál.
Hjer hafa Svíar rúnir rist
og Gunnar mókt, og Morten kyst.
Hjer misti Einar marksins fyrst.
En hásetar háfa
fyr hrafna og máfa
síldarförmum
með sárum hörmum.
Heyrist hár fretur,
er herra Pjetur —
sá píkurunnur —,
pantar tunnur.
81