Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Blaðsíða 86
Hylla skal um aldir allar
afrek kunn af söltuninni.
Minning þeirra, er ófremd unnu,
allir sjá, er víxlar falla.
Þeir sem fyrstir ólög æstu
Einkasölu meður tölum.
Fáein hrök, sem fengu of mikið
fyrir sinn snúð, sem Pálmi Súðar.
Torgi þessu trúa Rússar,
teiknast brígsl af þeirra víxlum.
Hjer þeir festu örar ástir,
átu krás með bæjarpjásum.
Siglfirsk mær fjekk orð í eyra,
alt hún skildi’ er Rússinn vildi;
skildu í blíðu þessar þjóðir,
þeim gafst sjans í vangadansi.
Lít jeg í anda liðnar stundir.
Lýstur upp sorg, því autt er torgið.
Kæti brestur kommúnista,
kyngist skafl að tunnustafla.
Víst má líta vænan Pjetur
voða-drýldinn, en allir síldar-
víxlar fallnir, og því olli
Einkasala. „Verkin tala“.
Sjá, liðin sumur líða hjá
og lýðir gjörvöll töpin sjá.
Nú rennur Einar rúblur á
og reitir þá
í Rússíá.
Bylur í tunnum
og brauðlausum munnum.
Björn Líndal sigurinn vann:
Einar er fallinn! Einar er fallinn!
Og — Erlingur skammar hann!
Sjá dagar koma, dimmar nætur líða
í djúpið mikla, sem er líka von.
í koju sína klökkur er að skríða
kvennaljóminn Ingvar Guðjónsson.
Við síld og þorsk hann sífelt er að stríða,
og Sódi og Whisky renna um hans kverk.
Hann svanna engum mun úr minni líða,
þeir muna best hans nætur-kraftaverk.
VII.
var landið fjötrað snærum,
fáir kusu þá um lista.
Þjóðhetjur á þingi í skærum, —
þá var fátt um kommúnista.
íhalds sauðir sátu að ríkjum,
Samvinnan í móðurkviði.
í London Jónas lifði á sníkjum,
landsmenn alla sá í friði.
Tímar liðu, týndist friður,
tróð fram ,,bændalyddu“-skari.
Öll gekk þjóðin upp og niður,
eins og hún væri á kvennafari.
Bannmenn flestir fengu í gogginn.
Frelsisherinn átti Sigurð.
Hjá íhaldinu upp reis Mogginn,
orðlagður fyrir gáfna d i g u r ð !
Þá voru margir menn að verki,
magnaðist gjörvöll landsins saga.
Ólafur og Oddur sterki
æstu Iýðinn nætur og daga.
Hjörtur templar tekinn, hýddur.
Títuprjóna-Magnús rekinn.
Af Hrifluvaldi Helgi níddur.
/l Lárus Jónsson tekinn. —
82