Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Síða 88
XI.
etó
O?:
rennið þið, rafljós,
meyjar styrkar standa
í stígvjelum, en síld
til beggja handa.
Norðmenn þeir snurpa
upp við svarta sanda;
særótið veitir
landlegur og hvíld.
Þá koma þeir hingað
herskáir að vanda,
og hitta þær,
sem kverka síld.
XII.
Siglufjörður, síldarinnar bær,
vjer signum þína minning enn í ljóði.
Með síldarbræðslur, síldar- fúlar -þrær,
og síldarmenning inst í lífi og blóði.
Frá bryggjum þínum leggur ilminn enn,
sem alla daga vill við fólkið loða.
Og víst á bærinn ýmsa afreksmenn,
sem Andrjes nokkurn, Hjeðinsfjarðar-goða.
Vjer tignum þá, sem verja vígin hjer,
og vilja sýnast bænum okkar góðir;
það eru allir, einnig Bolsa her
og íhaldið og Framsókn, Þormóðs móðir.
í Tímans nafni Dog-Brand drekkum vjer,
um dimmar nætur, meðan Bjarni lifir.
En Thorarensen mest úr býtum ber
í bæ, sem Einkasalan vofir yfir.
XIII.
* tunnustafli! Hjer á kyrrum kvöldum,
1 s
Kommúnistar flytja strækugjörð
og vilja sjálfir sitja hjer að völdum,
uns surtarlogi brennir þennan fjörð.
Heyrum og sjáum: Sjálfur Morten kallar,
síld er oss gefin, eins og portvínsstaup.
Vjer biðjum þess, að bryggjur Kveldúlfs allar
blessist hjer eins og stjórnar-hrossakaup.
J. P.
84