Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Side 93
líklega hefir rektor háskólans verið eitthvað á sama máli um þessi efni og vjer erum, því hann
gerðist forfallaður og gat ekki boðið menn velkomna, og þótti mikill skaði, hvað þó ekki var, því
þegar menn eru boðnir svona óumbeðið, mega þeir vita, að þeir eru velkomnir, og er engin ástæða
til að súta það frekar. Varð þetta til þess, að Ágúst prófessor Bjarnason varð að hnýta velkomst-
inni framan við fyrirlestur sinn um Goethe, sem var fyrstur á dagskrá, og sást þá best, að rektor-
inn var óþarfur, því auðvitað hefði hann altaf orðið heldur langorðari. Því lengdina vantaði ekki á
dagskrá hátíðarinnar, og var það mjög í anda skáldsins, því honum tókst að teygja úr ritum sínum
miklu meir en Wrigley hinum ameríska úr tuggugúmmíi sínu, og er þá mikið sagt. Ennfremur'var
sungið ýmislegt, sem Steingrímur og Matthías og fleiri skálda vorra höfðu'orkt fyrir Goethe, þeg-
ar hann var í kvennastússi og hafði ekki tíma til að yrkja á meðan. Prófessor Alexander hjelt fyr-
irlestur um flugið hjá Goethe, þ. e. a. s. náttúrlega hugmyndaflugið, því að Goethe flaug aldrei til
Grænlands. Dr. Keil las upp eitthvað, sem vjer skildum ekki — hvað oss kom alls ekki á óvart. Þar
eð skemtuninni var útvarpað, varð ekki hjá því komist, að einhver af liði útvarpsins sýndi list
sína, og varð þó hvorki útvarpsstjórinn, sem þó er núverandi þingmaður Fausts og Dalamanna, fyr-
89