Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 94
Alþingishátíðarljóð. <».
Hví álpast allir lýíir
eirðarlaust til og frá?
Hví blakta fánar fríðir
flaggstöngum miklum á?
Hvert er öll hugró farin?
Hver kann á slíku skil?
Hví húrrar heili skarinn?
Hvað skyldi standa til?
Fólksins ferlega runa
flykkist á torgin út.
Bílar um strætin hruna
blindfullir upp í stút.
Til Þingvalla bráöbeint halda,
þeir sem aÓ hafa rögg,
I.
með sykur frá SiIIa og Valda
og svolitla portvíns lögg.
Óvissuþokan þráa
þyrlast frá augum mjer.
Alþingið helga’ og háa
hundgamalt loksins er.
Þess vegna’ er þjóð á kreiki,
þess vegna’ er umstangið,
þess vegna’ er þanki’ á reiki,
þess vegna’ er tilstandið.
Þingið er þúsund ára,
á þessu mátti’ eiga von.
Aldrei rís einstök hára,
Ólafur Friðrikssan.
Manneskjur margar hera
merki’ undir drep og slig;
enda er víst um að gera
að aímælið borgi sig.
Okkur að óskum gangi
alt þetta veislu-stand.
Syng þú nú, sjera Mangi,
sálm fyrir okkar land.
Alafoss liggja línin
Iangs og þvers yfir frón.
Gúðbrandur gefur vínin,
grásleppu Klappar-Jón.
II.
Þó sólin hún skíni á skaga og sjá
og Skildinganesið og bæinn,
brosir hún þjóðlegast Þingvöllum á,
því þar á að halda upp á daginn.
Og afmælisbarnið er brosandi milt
og brjóstið er dillandi af kæti,
og nú er það eitt sinn á æfinni stilt
og ekki með prakkara-Iæti.
Hver Iaut hefir velt af sjer vetrarins ís
og vatnið er fágað og strokið;
á völlunum tíguleg tjaldborgin rís
með tjöldum, sem geta ekki fokið.
Ólafar rjetta nú hver öðrum hönd,
nú hvílir sig allskonar bræði.
— Og útlendir togarar toga við strönd
og taka þar fiskinn í næði.
Stúlkurnar brosandi blikka af ást
og bíða’ eftir langþráðum fundum;
alt í kring hraunin og hagarnir sjást
með heillandi, ilmandi lundum.
Og templarar kringum sig kynlega gá,
sem kettir í sólskini og vindi,
svo hverfa þeir hurt þegar hinir ei sjá
og hala upp tappana í skyndi.
Á Alþingi horfa nú hávaxin fjöll
og hugsa víst fleira’ en þau tala,
en nýstárleg finnast þeim náðhúsin öll,
sem nánustu þörfunum svala.
Og öldungar horfa’ í það óhemju gjald,
sem unglingar sóa’ og spenna.
— En finni menn sprúttlykt við Felixar tjald,
er það fjandanum sjálfum að kenna.
ir því, nje sr. Sigurður — til þess var Goethe of veraldlegur —, heldur þula útvarpsins. Var sann-
arlega vel til fundið að velja hana til þess arna, því fyrir þá ungu menn, er kunna að halda, að hún
sje eintómt logn og blíða, var það einkar lærdómsríkt og getur ef til vill sparað mörgum ungum
manninum aðskiljanlegar biðilsbuxnapressanir. Þarna hamaðist ungfrúin á verkum skáldsins, svo
drundi í útvarpi voru, og oss datt í hug, að þarna væru bæði Mefistófelix og Götz von Berliching-
en og Wilhelm Meister ölbruggari að berjast um Möngu, sem getið er um í Faust. Vorum vjer æði
fegnir að geta hlustað á ósköpin í hæfilegri fjarlægð, fyrir tilstilli útvarpsins, án þess að þurfa að
leggja líf vort og limi í hættu.
Prófessor Alexander Spegilsins.
90