Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 95

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 95
Hver einasti maður vill ósköpin sjá og albestu lörfunum flíka. Bændurnir orfunum fleygja sjer frá og fara til Þingvalla líka. Hver eldgömul kerling frá öklum að hupp er eins og af rafmagni slegin; hver kvenhólkur gamall er kokkaður upp og kiútar og nærpilsin þvegin. Hjer eru allskonar útlendir menn og eidgamlir vestheimskir piltar; það finnast hjer margskonar flækingar enn, en flest eru manneskjur stiltar. Mörg steikin er framreidd og fádæma góð, sem fastast er drukkið og jetið; það á nú við langsoltna íslenska þjóð ný-innflutta hræfuglaketið. Og hjer vappa íslenskir karlar í kring og kviðunum framsettu hossa, svo slá þeir um kónginn einn heilmikinn hring, hágráta’ og biðja um krossa. Og margur er þreyttur og þurbrjósta og kalt með þorsta af andbannings tagi, en Kalli hinn dökkleiti kreikar um alt með kylfuna’ í stakasta lagi. Já, þetta eru ágætis hátíðarhöld og húrrað og klappað og galað, og svo þegar loksins að komið er kvöld í kyrlátu runnunum hjalað. Og Alþingi ræðir sín áhugamál með Einurum, Jónum og Möngum. Menn drekka — hvers annars — í skorunum skál og skemta sjer vel eftir föngum. I þúsund ár hefir vor heiðraða þjóð sinn heyskap við neglurnar skorið, en öslað þó hiklaust um elda og blóð og Alþingi á herðunum borið. Og því er hjer töluvert tilstand að sjá og Tíminn í dálitlum vanda, því heimurinn gapandi horfir oss á og himnarnir agndofa standa. III. Komið heilir, útlendingar allir, nú ættuð þið að sjá og heyra margt, því okkar menn og okkar stjórn og hallir er alt jafn nauða merkilegt og þarft. Og þetta skal jeg ykkur sjálfur sýna, jeg sje ekki’ í það fyrir ættjörð mína. Verið gætnir, varist að þið fallið, — það var að renna upp fyrir mjer Ijós. Nú flyt jeg ykkur upp á hæsta fjallið, hvar útsýnið er best til lands og sjós. Og þetta’ er sjálfsagt sáralítill vandi fyrst Sigvaldi komst þangað bráðlifandi. Margur gestur er oft vöruvandur, og vill því sjá það fyrst, sem mest á ber. Sjá, hjer stendur okkar besti Brandur, sem blandar allan Dragon norður hjer. Og hjer er Guðjón hímandi á bala, og hlustar meðan verkin eru að tala. Þarna er Jón, sem alla vora annast útreikninga um land og borg og fjörð. Við okkar Bríet allir hljóta að kannast, sem eiga heima norðarlega á jörð. Hjer situr Valtýr, vinur allra blóma, með viskí-flösku á hnjánum — alveg tóma. Sjáið milda mæðranefndar-Gunnu, og manninn hennar, Valda kandídat. Þau sitja þarna uppi’ á einni tunnu með innramissions svip og kínverskt pat. Og þarna er Loftur Ijósmyndari á spani, sem lætur Reykjavík fá nóga svani. Þarna situr ÓIi’ á einni þúfu, og er að spila’ á harmoniku-belg. Og þarna er Guðmundur með gráa húfu úr Grindavík — og veður djúpan elg. Og þarna er Árni Pálsson, penn í framan, og Pjetur Halldórsson að skála saman. Hjer er okkar Hriflu-Jónas frægi að hvísla leyndarmálum vítt og breitt, og þarna er fólk af fremur simplu tagi, fjandmenn Hriflu-mannsins yfirleitt. Og þarna er Imba, okkar skársta kvinna, öllu — nema karlmönnum — að sinna. 91
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.