Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Qupperneq 97
og eiga helst a'S hætta því.
Hærra upp meÖ Halldórs skalla,
HjeSinn, Jón og slíka.
— Niður meS alla auSuga og ríka. —
I framtíÖ okkar lýsi landi
lagafróður Hriflons-andi,
hrifsi oss frá hverskyns grandi
hvíslingar þess góða manns,
brjóstin næri bitar hans.
Dinglum öll á einu bandi
í undirgefni’ og blíðu,
þá hrósar Jónas föruneyti fríðu.
Nú líður á hátíðahöldin
við hádegi þriðja dags,
en Daníel ætlar að una
við atið til sólarlags.
Ótæmd er enn þá að grunni
mörg innileg vinarskál,
og kerlingar ólokið eiga
við allskonar hneykslismál.
En margur heimleiðis heldur
og hraðar sjer óðfluga burt;
í bankanum er ekki eyrir
V.
og apótekið er þurt.
Þau sem hjer býttuðu á blikkum
— ef blessuðust viðskifti slík —
eru nú heimleiðis horfin
og háttuð í Reykjavík.
Nú sígur á síðasta daginn
og sólin í vestrinu skín;
gleðin er óðum að gugna
við Guðbrandar þverrandi vín.
Úrvinda gjörast nú allir,
Alþingi’ er lokað og hætt;
kæfan úr kónganna skrfnum
og kjötið og smjörið er snætt.
AUir af Þingvöllum þjóta
og þakkar víst hver fyrir sig;
síðasti bíllinn hann brunar
með biskupinn, kónginn og mig.
Vornóttin vefur að faðmi
vellina austur frá.
Hið síðasta hjáréma húrra
er hljóðnað í Almannagjá.
I lífsins ólgusjó. ,v2.,
Tileinkað Halldóri Kiljani Laxness.
í prófastsdæmi Helga Hjörvars
hleður niður snjó;
jeg held, að jafnvel sauðnautunum
þyki komið nóg.
Landið okkar Jónasar
er fært í fanna-bann,
og fáir trúi’ eg standi upp úr
nema jeg og hann.
Þó horfur sjeu dökkleitar,
er drifhvít okkar jörð,
og Dungal skrifar kauplaust
um sig langa þakkargjörð.
Eigingirnin sefur undir
sakleysisins snjá.
I Súðina vantar nokkra botna —
að minsta kosti þrjá.
Súðin hún er öldruð
og sett og stilt og reynd,
en sjálfsagt ekki nærri því
í meðallagi greind,
fyrst hún setti Múla-Árna
óskemdan á land,
en álpast svo með tíu sinnum
betri menn í strand.
En hvað er um að tala þó að
botnar bili og slíkt,
fyrst bilunin á toppstykkinu
á Jónasi er ýkt.
Erlendum sjerfræðingum
Súðin er nú Ijeð;
sjálfsagt hefði Jónas átt
að fá að vera með.
Þó brotni flest og laskist
„í Iífsins ólgusjó“,
liggur yfir Kiljani
sú vesturheimska ró.
Þó að hjer sje vetur
og vina- og fanna-bann,
er vor og sól hjá Kiljani
„í Edens fínum rann“.
Jeg hætti nú að yrkja,
því hún Anna’ er komin hjer
og ætlar að dvelja stundarkorn
á Ioftinu hjá mjer.
Þó að fátt sje leiðinlegt
„í lífsins ólgusjó“,
er langtum, langtum betra’ í
„Edens ranni“ þó.
Z.
93