Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 99
Ojóðsöngur ungra íhaldsmanna. „.a-w
(Verðlaunasöngurinn).
Vjer unga fólk á okkar kalda landi,
sem erum hetjur bæði jafnt og þjett,
það er ei von að oss á sama standi,
hve ungir kommúnistar mæla rjett.
Þær hugsjónir, sem út úr okkur fara,
og eiga’ að seljast fyrir mikið verð,
eru allar fyrsta flokks og prýðis vara
og fyllilega’ af þektri’ og reyndri gerð.
Gegnum bæði þykt og þunt við höldum,
og það var meira’ en fyrir oss var spáð.
Svo dönsum við og duflum öllum kvöldum
til dýrðar fyrir okkar kalda láð.
Hjerna ríkir fagur íhalds andi,
með alla sína kosti’ og „fallit-punt“.
Við tölum fyrir þjóð á þurru landi
og þurfum ekki’ að rista nema grunt.
Við erum af gróðamönnum gengnir
og getum talað eins og „betra fólk“.
Sjálfsagt fæstir okkar illa fengnir
og aldir bæði’ á hangiketi og mjólk.
Það er ei furða’ að fjendur vorir blási
og fái stundum pólitískan sting;
við eigum margar Gunnur: eina’ í Ási
og ein er frammi’ á Nesi, fjandi slyng!
Hjá ofannefndum Gunnum gæskan ríkir,
en Guðmundarnir verða knárri þó:
Gvendur Jóh. og Gvendur ofna-kíkir
og Guðmundur á Sandi — og það er nóg.
Já, við erum af góðu bergi brotin,
af „betra fólki“, sem að kallað er.
Og hjer erum við hvert í öðru skotin,
og hamingjan má vita, hvernig fer.
Sólin rís á röðulslóðum sömu,
og rykið færist yfir hug og geð.
Hver herra skal nú húkka í sína dömu
og hana fara gætilega með.
Og Árni Pálsson fylgi okkur öllum,
ef einhver synd og háski steðja að.
Svo kveðjum við með húrra og hlátra sköllum
í helgri lotning þennan fundarstað.
z.
þá segja, að því sje slitið? Hvernig er hægt að slíta því, sem ekki er til? Hver viil t. d. taka að sjer
að slíta ríkissjóði nú? Nei, sem sagt, þetta er alt eftir lögum, sem stjórnin (fv.) hefir gert.
Oss þótti það all-óbilgjarnt af Jóni Þorlákssyni að láta sjer ekki nægja með að Einar og
Jónas færu, fyrst honum er á annað borð illa við þá. Veit hann ekki það, að svo stendur sjerstak-
lega á með Tryggva, að ef hann fer frá, verður hann að flytja úr ráðherrabústaðnum, og hver veit
hvert? ? Aftur á móti verður Jónas eins lengi og hann vill í Sambandinu og Einar á altaf innhlaup
á Litla-Eyrarlandi, svo ekki eru vandræði með þá. Oss fyndist það blátt áfram ótugtarskapur, að
lofa ekki Tryggva að vera áfram í húsinu, þó það fylgi með, að hann stjórni atvinnumálunum. Því
þess er að gæta, að Tryggvi hefir komið því þannig fyrir, að þar er ekki miklu að stjórna fyrst um
sinn, meðan verkamenn ríkissjóðsins vinna ekki ókeypis eða upp á krít. Vjer mælumst til þess við
Jón fyrir hönd Spegils og þjóðar, að hann lofi okkur að halda Tryggva eftir sem souvenir; ekki er
okkar of mikið samt, ef við missum bæði Lárus, Skrúfnaglann og Jónas Þorbergsson og kanski
Gissur líka. Finst honum það ekki nóg yfirþyrming, svona í einu? Mundu eftir því, Jón minn, þeg-
ar þú varst sjálfur lítill, og þjer gekk illa að komast á þing. Og Hjeðinn! Minstu þess, þegar þið
Jón Baldvinsson voruð báðir magrir, að þú áttir engan bíl og Jón ekki einu sinni neitt brauð!!
Lofið þið Tryggva að sitja, þá verða ykkur margar syndir fyrirgefnar bæði í Laufási og á himnum.
Þá skal Spegillinn gefa út á sinn kostnað „Verkin tala II“, um það leyti sem þið hrökkvið upp af,
og hraða útkomunni svo mikið, að það náist að láta ríkissjóð borga kostnað og útsendingu.
Bráðabirgðastjórn Spegilsins.
95