Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Qupperneq 107
flmma gamla siglir hraöbyri til
nefndar.
[3ónas].
(VII. 4.)
irnir og hún sat með galtóma flöskuna í hendinni. Nú var stúlkan hætt að hika; hún þreif þriðju
flöskuna, skellti henni á munn sjer og kneyfði í botn. ,,A-ah! Þessi var best og sterkust", hugsaði
stúlkan litla, „og ekki furða þó honum húsbónda mínum líði vel, að geta gert þetta á hverjurn
degi'*. Og nú þóttist hún vera komin niður á hafnarbakka, og þar var agalega stórt og fallegt skip
að koma frá Ameríku, og þar var einhver, sem vantaði fyrir fargjaldinu og sneri sjer að húsbónda
hennar, en hann sneri sjer aftur að kónginum. sem var þar líka og hann borgaði fargjaldið. En þá
kom lítill, hnubbaralegur kall með gleraugu og sagði við kónginn: „Heyrðu, kóngur, þetta skaltu
ekki vera að borga, því það færðu aldrei aftur“. En kóngurinn bara hummaði og brosti til húsbóuda
hennar. Og svo gekk hann burt með húsbónda hennar, og þeir brostu og skröfuðu saman. Aldre!
hafði hann húsbóndi hennar verið svona stór og fallegur eins og þegar hann gekk við hliðina á
kóginum; hann tók litlu stúlkuna undir hönd sjer og svo gengu þau inn í voða stórt hús, þar sem
var fult af fullum flöskum. ,,Nú erum við líklega komin í himnaríki?" spurði hún húsbónda sinn.
„Já, nú erum við í Ríkinu“, sagði hann og andlit hans Ijómaði eins og sól.......
En í skotinu við húsið ljóta kallsins sat litla stúlkan í hnipri, hún hafði orðið út úr. „Sú hefir
haft eitthvað til að hita sjer á“, sögðu verkamenn, sem gengu framhjá og voru að fara í atvinnu-
bótavinnu. En enginn vissi neitt um þá fegurð, sem fyrir hana hafði borið, nema Stjórnarráðið, og
það sagði ekki neinum frá henni.
103