Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Side 108
Norski samningurirm.
Loksins erum vjer í standi til þess að birta samning þann hinn margumtalaða, er vjer höfum
gert við frændur vora, Norðmenn. Vegna rúmleysis er aðeins nesjamálsþýðingin birt, en hver sem vill
má náttúrlega snúa henni á landsmál, ef hann er betur læs á það. Hér hefur Höfuðlausn:
SAMNINGUR
(ef samning skyldi kalla, eða öllu heldur frumvarp til samnings)
milli ríkisstjórna Spegilsins á íslandi og Holdöes í Noregi.
1. kafli: UM SÍLD.
1. gr.
Islendingum skal heimilt fyrst um sinn, og þangað til öðruvísi verður ákveðið, að existera —
þó þannig, að það á engan hátt sjeneri Norðmenn.
2. gr.
Hinar íslensku síldarverksmiðjur, sem nú eru á íslandi, er heimilt að reka áfram.
3. gr.
Norsku síldarverksmiðjunum er heimilt að gera samninga, sem gilda ákveðið síldveiðatímabil,
við eins mörg erlend fiskiskip og þær kynnu að óska, um kaup á nýrri síld til bræðslu. Þá síld, sem
norsku verksmiðjurnar vilja ekki sjá nje nýta, mega íslensku verksmiðjurnar kaupa.
4. gr.
Norskum síldveiðiskipum er heimilt að koma inn á íslenskar hafnir, til víns og kvenna. Meðan
á því stendur, skal skipið, sem í hlut á, liggja við akkeri eða festar og hafa uppi merki, sem nánar verð-
ur ákveðið, til þess að viðskiftamenn og konur villist ekki út í íslensk skip.
5. gr.
Norsk síldveiðaskip mega leggja hjer á land síld til söltunar eins og þeim sýnist. Sje ekkert
norskt skip fyrir í höfn til afgreiðslu, mega íslensk skip leggjast við bryggju og skipa síld á land. Ekki
mega þó íslensk skip setja á land yngri síld en tveggja sólarhringa gamla.
Ef þessi heimild verður afnumin eða torvelduð með sjerstökum lagaákvæðum, getur norska
stjórnin þrátt fyrir ákvæði 19. greinar sagt upp samningi þessum, hvenær sem er og fyrirvaralaust.
6. gr.
Norsk fiskiskip skulu greiða vitagjald sem íslensk skip, en afgreiðslugjald 14 á við íslensk skip,
0g einungis, er þau koma frá útlöndum.
7. gr.
Það telst ekki viðkoma frá útlöndum, þótt skip leggist að bryggju, ef það stendur ekki botn.
B. gr.
Nú stendur skip aldrei botn hjer við land og greiðast þá ekki opinber gjöld.
9. gr.
Norsk fiskiskip, sem standa botn, skulu ekki greiða nein gjöld, nema á þau verði sannað, að það
hafi átt sjer stað vegna stórkostlegs gáleysis eða ásetnings í þeim tilgangi að setja gat á botn landhelg-
innar hjer við land.
10. gr.
Ef norskt fiskiskip vill eigi greiða sekt, heldur sleppa við það, skal skipið þegar í stað látið laust.
104