Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 112
ut
úr
ogongunum.
(VIII. 6.)
Altaf er eitthvað hressandi við það að heyra einu sinni einhverja pósitíva tillögu til bóta, innan
um alt kreppurövlið, sem öllum mætti bera saman um, að er helmingi verra og meir óþolandi en krepp-
an sjálf. Náttúrlega hafa komið tillögur eins og útstrikun skulda bændanna, en það er nú, eins og heim-
spekingurinn Spinoza (1632—1677) segir, „skammgóður vermir að pissa í fæturna á sjer í gaddi“, og
eins mun það reynast bændum ljett verk að koma öllu í sama horf aftur, þó skuldir þeirra verði út-
strikaðar. Nei, þá er betra að koma með einhver ákveðin fjáraflaplön fyrir bændur, því þau eru það,
sem danir kalla „hjælp til selvhjælp", og það er viðurkend að vera besta hjálpin. Það er háttvirtur þing-
maður Mýramanna, sem hef-
ir borið gæfu til þess að koma
með tillöguna, og er það alt-
af góðra gjalda vert, og hefði
hann fundið hana upp sjálf-
ur, hefði hann vafalaust orð-
ið heimsfrægur. En, svo kom-
ið sje að efninu, gengur til-
lagan út á það, að drepa alla
svani og uglur landsins og
leggja sjer til munns. Eng-
inn hefir enn heyrst mæla
uglunni bót, enda er sá fugl
skjaldarmerki vísdóms og
lærdóms, og mun, hátt reikn-
að, 10 verpandi eintök af
henni vera til á öllu landinu.
Þykir oss allhart, að heim-
spekingar vorir skuli ekki
hafa borið hönd fyrir höfuð
hennar, en þeir virðast taka
móðgunum við stjettina með
stóiskri ró, eins og þeim
sæmir best, ef ekkert er sjer-
stakt um að vera. En sje ugl-
an varnarlítil í þessu máli,
verður ekki sama sagt um
svanina, því annað eins æs-
ingamál hefir ekki komið
fyrir Alþingi í manna minn-
um sem svanadrápið — að
undanteknu kannske rakara-
frumvarpinu. Og það er ekki
furða. Undir eins og álftirnar fóru að verða feigar, fyrir tilstilli Bjarna, mundi almenningur snögg-
lega eftir þessum nafnfræga „svanasöng“, en hann er ómerkilegastur söngur í heimi og hæfir því mæta-
vel músíkeyra okkar íslendinga, og því mesta undur, að útvarpið skuli ekki hafa neinn álftadamm í
staðinn fyrir að vera að sækja gæsir til útlanda með ærnum tilkostnaði. — Hinu atriðinu gleyma þessir
skáldlega þenkjandi svanavinir, að svanirnir forskemma allar engjar í Mýrasýslu, svo það rjett hangir
í því, að bændur þar hafi eina mosakló eftir til að snúa í skeggið, þegar þeir fara til landsfundar
bænda til þess að strika út kreppuna og „gæta ýtrasta sparnaðar í hvívetna“.
Eftir öllum sólarmerkjum að dæma hefir Bjarni ætlað að líkjast hinum góðkunna svanariddara,
Lohengrín, sem fór allra sinna ferða á álft, enda voru þá ekki bílar til. Þó hefir hann ugluna fram yfir
hinn í þessu máli — aftur á móti svaninn og grínið sameiginlegt.
108