Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Blaðsíða 113
Hinn góði hirðir.
Skömmu fyrir kosningarnar var M. J. M. (Maggi Júl. Magnús) á ferð upp um Hvalfjörð. Er
hann kom að Vatnaskógi, sá hann, að þar inni í girðingunni var fult af rollum. Þar eð sýnilegt var, að
þetta voru framsóknarrollur, fyrst þær hámuðu gras ríkisins í sig með jatn mikilli áfergju og raun var
á, spurði læknirinn einn tilvonandi kjósanda Pjeturs Ottesens, er hann hitti þar á vettvangi, hver rolk
urnar ætti, og kom þá í Ijós, eftir nokkrar vífilengjur hjá drengnum, að þær voru eign núverandi kirkju-
málaráðherra. Hjer þótti doktornum bera vel í veiði, svona rjett fyrir kosningarnar, og hljóp með sög-
una í Mogga, sem ekki ljet á sjer standa að birta hana. Munu þeir fjelagar nú eigna sjer fall Briems í
Dölum vestur, en það er óþarfi, því maðurinn var sjálfdauður. Og auðvitað varð ekki löng bið á því, að
fullgild skýring kæmi á nærveru rollnanna þar í skóginum. Þegar húsbóndi þeirra varð ráðherra, fór
eins og svo oft í sögunni, sem altaf er að endurtaka sig, að rollurnar fyltust hofmóði og afsögðu að
jeta annað en ríkisgras. En þá stóð einmitt svo á, að skógræktarstjóri vor var að verða í vandræðum
með grasið í Vatnaskógi, sem ætlaði þar skóginn lifandi að drepa. Bauð hann þá út grasið til beitar, en
verðið mun hafa verið þannig vaxið, að bændur alment treystu sjer ekki til að ganga að kjörunum.
Hefði þetta vafalaust orðið hið mesta vandræðamál, ef Briem hefði ekki hlaupið undir bagga og tekið
landið á leigu, uppskrúfuðu verði, sem hann bevíslega hefði aldrei gert, ef ekki ríkið hans hefði verið
annarsvegar. En auðvitað rjeði það nokkru, að rollurnar voru orðnar svo gjenverðugar sem áður er
109