Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 115
(Ef einhver skyldi furða sig á því, að Möller skuli vera lofthræddur
í jafn lágum stiga og sýnt er á mynd vorri, má geta þess, að vjer höfum
fyrir satt, að hann geti orðið hræddur jafnvel þó hann standi á jafn-
sljettu, sem og skiljanlegt er, þegar þess er gætt, að höfuðið er þá uppi
í hinni svokölluðu stratosfæru, þ. e. í háalofti).
Þjóðleikhúsið. <vrii. ,0.,
Fyrir skömmu gerði formaður Þjóð-
leikhúsnefndarinnar, hr. Indriði Einars-
son, oss þá ánægju að bjóða oss ekki að
skoða það, sem komið er af leikhúsinu;
vitandi sem var, að það var óþarfi, þar
eð Spegillinn er alstaðar nálægur, hvort
sem er. Vjer brugðum oss því í flugu líki
og settumst bak við bakborðseyrað á Ja7
kob Möller, sem er einn í nefndinni, og
var því boðinn. Með því þaðan er útsýni
gott, hyggjum vjer, að vjer höfum get-
að athugað þetta musteri Thaliu gömlu,
ekki síður en hinir. Eins og hin blöðin
hafa þegar tekið fram, vantar smá-af-
pússningar, fáeinar rúður og þessháttar
upp á það, að leikhúsið geti tekið til
starfa sem slíkt, en það eru smámunir,
og sannarlega tilvinnandi að sýna blaða-
mönnum það, þó ekki sje fullklárað, upp
á reklamann til að gera. Leikhúsið er
mjög sniðið eftir merkasta leikhúsi
Norðurlanda, er stendur í höfuðborginni
odense á f jóni í danmörku, en til þess að
geta ekki sagt, að vjer sjeum að apa
eftir dönum, hefir Guðjón gleymt hinu
og þessu, en hinsvegar fundið upp ýms-
ar nýjungar, sem, er saman koma, gera
það að verkum, að leikhús þessi minna
alls ekki hvort á annað, nema ef vera
skyldi þegar hjer er danskt gestaspil eða
Haraldur leikur á nesjadönsku. Meðal
nýjunganna má telja hverfusvið, sem
svo langt er síðan bygt hefir verið í
nokkurt leikhús, að það má tvímælalaust
telja nýtt aftur, rjett eins og ef kven-
fólk færi að ganga í krínólíum, efumst
vjer ekki um, að það væri kallað nýtt.
En svo er annað, sem jafnvel Colosseum
í Róm hefir ekki, og það er reiðingstorf
milli laga í veggjunum. Mun þetta gert
með sjerstöku tilliti til þess, að torfi því,
sem fram verður borið á leiksviðinu,
skuli ekki þurfa að leiðast. Þriðja og ef
til vill merkasta nýjungin er afpússning-
in á útveggjum, sem Guðjón hefir fund-
ið upp, eða einhver fyrir hann. Hún er
úr kvartsi, hrafntinnu og silfurbergi,
samanblönduðu. Moggi segir að þessi
blanda verði eins og granit, sem er al-
veg rjett, því að ofangreind blanda af
svörtu og hvítu mun verða rauðleit, og
111