Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Blaðsíða 116
Kópavogseiður Bjarna.
Áður en Bjarni Ásgeirsson bauð sig fram á Mýrum, eða rjettara sagt var antekinn sem fram-
bjóðandi, varð hann að skrifa undir Reykholtssamþyktina frægu, og stóðu yfir honum vopnaðir stríðs-
menn meðan á því stóð, eins og þegar eiðurinn var svarinn í Kópavogi forðum. Er því sannfæring
Bjarna framvegis, og þangað til öðruvísi verður ákveðið, þannig, að ríkið skuli eiga allar jarðeignir,
Jónas skuli regúlera framboðin, fjárfrekum flokksmönnum skuli bægt frá o. s. frv. Aumingja Bjarni.
Ekki er furða, þó honum hrjóti tár af augum meðan hann skrifar undir, með torfljái Mýramanna
reidda að hálsi sjer. En í pólitíkinni verða menn stundum að gera fleira en gott þykir, eins og dæmin
sanna.
ber það vott um kyngikraft Guðjóns. — Eitt af því, sem vantar í húsið, eru stigar, og eru þar ei enn
nema hænsnastigar, sem að vísu eru ekki ætlaðir til frambúðar, en nægðu fullvel þeim, sem þarna voru
saman komnir. Vísir hefir einn blaða tekið það fram, að menn hafi ekki verið lofthræddir í stigunum,
og var honum málið skyldast, því annar þeirra, sem ekki gat dulið lofthræðslu sína, var einmitt Jakob
Möller. Gerðist hann svo óstyrkur, að vjer óskuðum þess heitt og innilega, að Thalia gamla væri kom-
in á staðinn, svo hægt væri að hissa hann í bandi, upp og niður. En svo fór ekki, og hristi Jakob oss
því af sjer, og skal þó hamingjan vita, að vjer hefðum viljað hlusta á útreikninga nefndarinnar yfir
væntanlegan bíórekstur í Þjóðleikhúsi Islendinga.
U2