Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 125

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 125
(VIII. 18.) Nú sigla vindar. Nú sigla vindar haustsins yfir sumardagsins slóð, og Sogamýrin tekin er að blikna. Á vorin yrkja þrestir yfir þekjunum Ijóð, og þetta kemur fólki til að vikna. En í sumar voru þurkar og þorsti heims um ból, og þá voru ýmsir Felixar að kvaka. En þá var skárra að keyra upp á Kolviðarhól og koma við á Geithálsi til baka. Jeg minnist þess með söknuði og sælu líka oft, hve sviplegt er að byggja lands vors tróna. Því nú er Jónas, dýrlingurinn, dottinn upp í loft, svo Daníel má loksins hefta Skjóna. Og ranglæti hjá íhaldinu hvergi fyrir finnst, svo furða er ei þótt gerningar þess blessist. En hvað er það, sem tapast, og hvað er það, sem vinnst, og hver veit nema Eyjólfur hressist. Og Davíð komst til byggða þegar Dalakofinn brann. Þá varð Dísu litlu kalt á báðum fótum. Og Dísa Iitla getur það, sem Davíð ekki kann, því að Dísa litla syngur eftir nótum. Að yrkja um litlu Dísu er alt, sem Davíð kann, svo undarlega margt er skálda-bölið. En enginn þekkir Dalakofann, utan jeg og hann, og enginn veit hvar Davíð kaupir ölið. Þó haustið reki skuggalestir heim í sjerhvert hlað, þá hef jeg ráð á því að sýnast glaður. Til dæmis vil jeg minnast þess, að enginn efar það að Einar Hjörleifsson sje gæfumaður. En sumar hans er úti. Yfir andríkinu haust, og intelligensinn nærri því á förum. Á meðan Einar hrýtur sína báta upp við naust, er Bjarni Gíslason að ýta úr vörum. Á haustin falla laufin og húmar að um fjörð, þá hriktir oft í sálar minnar gluggum. En alstaðar finst gleði um alla vora jörð, og einkum þó um borð í frönskum duggum. Þó tollþjónarnir komi og setji upp valdasvip og segist vera komnir til að „skoða“, þá er það með þá frönsku eins og fleiri svona skip, að þau fljóta gegnum alla regluboða. Á haustin leggjast sorgir yfir sálar minnar skjá, þá syrtir að í mínum KoIIafirði. Úr skipunum með fulla vasa trítla jeg á tá, svo tylli jeg á samviskuna byrði. Já, samviska var orðið. En engu vil jeg spá um það, hversu lengi þvílíkt varir. Hún er að verða reiðings-sár svo raun er mjer að sjá og reyndar er það furða hvað hún hjarir. Já, haustið er að koma og á haustin lækkar sól, þá húmar yfir fátæka og ríka. Og nú var jeg að koma ofan af Kolviðarhól, svo kíkti jeg inn á Geithálsi Iíka. Og nóttin er að hnýsast inn í hug og anda minn og hjer er hvergi líkn — nema Barinn. Og hvað er jeg að yrkja, þegar efni’ eg hvergi finn, adieu, nous allons, og jeg er farinn. KIís. Blöndal hefir svá heila klókan, hjartans kurteisi og prúða mennt. Austurfrá með sjer einnig tók ’ann Arnljót — Magnúsar supplement. Til margskonar verka mjög er fús, maðurinn hefir próf í jús. ísaðar götur ótt þeir riðu, útlitið gerðist soralegt. Morgunverkunum mikið kviðu, mjög var það líka eðlilegt. Til herferðar þeirra ei hafði frjest. Við Höskuldar dyr þeir gerðu brest. Höskuldur sjer til hurðar vendi, — — heimsóknir fær og gesti oft. — Kanónu bar í hægri hendi, hinni koppinum brá á loft. Sæll hver, er öðlast svoddan magn. Sæll hver, er á sjer næturgagn. Svo mátt þú einnig, sál mín, kvíða, að sjá þessar lífs vors hryssingar. Margar nætur í myrkri líða við margskonar brugg og pissingar. En svo kemur dauðinn og segir stopp, og sviftir oss niður af lífsins kopp. Kh's. 121
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.