Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 140
Úr grein í N. Dbl., 19. febr.: (X. 6). „.... Þar segir nefndin, „að hún vilji ekki fullnægja forvitni þess fólks,
sem að mestu gengst fyrir einhverju nýstárlegu, og í þeirra augum skringilegu, við sýninguna“. Þar á nefndin við
flokksreiðar á íslenskum hestum um götur Kaupmannahafnar. Jeg sje ekki, að það sje skringilegt, þó fallegum hestum
af velbúnum mönnum (sic.) væri riðið þar um göturnar .... Verði úr umræddri sýningu, ber jeg það traust til ríkis-
stjórnarinnar hjer, að hún sjái ekkert skringilegt við að senda hesta til Kaupmannahafnar, en gæti þess hinsvegar að
senda aðeins fallega og vel tamda hesta þangað. Dan. Daníelssorí'.
þessa leiS eða þvílíka: Álftarungi var handsamaður hjer fyrir skömmu. Er sennilega ekki gæsarungi.
Er þetta í fyrsta sinn, sem álft er handsömuð hjer lifandi, en fyrir nokkrum árum skaut einn fram-
takssamur íhaldsmaður álft hjer, á hvítasunnumorgun. Unginn var leirugur, því hann kom frá því að
inspírera eitt af góðskáldum vorum, sem var að yrkja svanasöng sinn. Unginn hefir drukkið dálítið, en
álftir þola lítið, og er hann því timbraður og vill ekkert jeta. Kemur þetta stygglyndi sjerstaklega fram
við börn, sem eru með hávaða og djöfulgang kringum hann og varna honum þess að sofa úr sjer timb-
urmeistarana í friði. Ráðgert er að senda foglinn til Reykjavíkur, svo að hann drekki ekki upp alt áfengi
fyrir innfæddum hjer.
Eitthvað á þessa leið, frjettaritari sæll! Ekki er hætta á, að stílsnildin brenglist í útvarps-
munnunum.
136